Fréttir

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu ræða sameiningarmál

Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar sveitarstjórna í Austur Húnavatnssýslu til að ræða sameingingarmál á svæðinu. Verður hann haldinn í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 24. ágúst nk.
Meira

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir vonbrigðum

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 5. júlí sl. var lýst yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að endurskoða þurfi í heild sinni matsskýrslu vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Hveravöllum. Ferðamannastraumur á Hveravöllum hefur aukist ár frá ári og því telur sveitarstjórn nauðsynlegt að byggja þar upp aðstöðu til framtíðar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar mun tefja alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Hveravöllum, segir í bókun sveitarstjórnar.
Meira

Hvaða súkkulaði finnst þér best? Dökkt, ljóst eða hvítt...

Fáðu þér uppáhalds súkkulaðið þitt í dag því það er alþjóðlegi súkkulaðidagurinn í dag.
Meira

Íslensk stelpa fellur í yfirlið í tívolítæki - Myndband

Margir íslendingar eru nú á ferðalagi erlendis eða með plön um slíka ferð í sumar. Ýmis afþreying er í boði á þessum helstu ferðamannastöðum og er vinsælt að skella sér í tivolítæki.
Meira

Gefðu koss í dag!

Það er nefnilega alþjóðlegi kossadagurinn í dag og því tilefni til að gefa, hvort sem það er maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur, koss á kinn.
Meira

40 lög komin hjá Ásgeiri Trausta eftir nóttina

Húnvetningurinn Ásgeir Trausti og félagar hans hafa leikið og tekið upp um 40 lög frá því klukkan 17 í gær en eins og fólki er kunnugt ætlar hann að að taka upp eins margar sjö tommu vínylplötur og hann kemst yfir á einum sólarhring. RÚV sendir beint úr stúdíói Hljóðrita í Hafnarfirði á RÚV 2 og RÚV.is í svokölluðu hægvarpi sem lýkur kl. 17 í dag. Einnig er hægt að fylgjast með á YouTube rás Ásgeirs
Meira

Þrír Stólar í æfingahóp landsliðsins

Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Þrír af þeim verða leikmenn Tindastóls næsta tímabil þeir Axel Kárason, Sigtryggur Arnar Björnsson (sem skráður er Skallagrímsmaður) og Pétur Rúnar Birgisson.
Meira

80 ár frá stofnun NLFÍ á Sauðárkróki

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) fagnar 80 ára afmæli sínu í dag en félagið var stofnað á Sauðárkróki 5. júlí árið 1937. Í tilefni tímamótanna bauð stjórn félagsins til veislu á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.
Meira

Axel Kára þjónar kúabændum

Sagt er frá því á vef Landssambands kúabænda að körfuboltakappinn í Tindastól, Axel Kárason, muni leysa sveitunga sinn úr Skagafirði, Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra samtakanna, af í hlutastarfi frá 1. ágúst til 1. janúar 2018. Þar sem Margrét er að fara í fæðingarorlof mun skrifstofa LK verða lokuð frá 1. júlí – 1. ágúst en brýnum erindum skal beint til Arnars Árnasonar, formanns LK yfir þann tíma.
Meira

Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.
Meira