Fréttir

Kona féll af hestbaki við Blöndu

Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út klukkan eitt í dag vegna konu sem féll af hestbaki við Blöndu, í landi Kárastaða. Voru björgunarsveitarmenn komnir til konunnar milli klukkan tvö og hálfþrjú. Konan er með áverka á hné en að öðru leyti er líðan hennar stöðug. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja hana af vettvangi og fór TF-GNA í loftið laust fyrir klukkan þrjú og er væntanleg á staðinn fljótlega.
Meira

Lífið er núna – svo sannarlega. Umsögn og myndir

Í gærkvöldi var boðað til heilmikillar skemmtidagskrár í Menningarhúsinu Miðgarði með yfirskriftinni Lífið er núna. Gestgjafar voru hjónin Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Þ. Sigfúsdóttir og er óhætt að segja að máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ hafi átt vel við því salurinn var smekkfullur af fólki og rúmlega það.
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Helgargóðgætið - Bláberjaostakaka

Þá er enn ein helgin komin.... veðurspáin er ekkert sérlega góð og því tilvalið að skella í eina ostaköku
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Veiðin almennt dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum ám er almennt lakari en hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir góða byrjun. Nú hafa 749 laxar veiðst í Miðfjarðará sem er, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga á angling.is, þriðja aflahæsta á landsins og í Blöndu hafa veiðst 514 laxar en hún vermir sjöunda sætið. Á sama tíma í fyrra var veiðin í Miðfjarðará 1077 laxar og 1300 í Blöndu.
Meira

Stefnumótun fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

Framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins hefur sett af stað vinnuhóp við að móta tillögur til stefnumótunar í ferðaþjónustu. Hópurinn er tilkominn vegna ályktunar á vorfundi miðstjórnar flokksins. Hópinn skipa fulltrúar og ferðaþjónustuaðilar með víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu vítt og breitt um landið. Tilgangur hans er að móta tillögur sem miða að því að bæta framleiðni í greininni, tryggja sjálfbærni, auka skilvirkni, nýsköpun og þjálfun.
Meira

Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.
Meira

Fjölskyldufjör í Fljótunum

Á Sólgörðum í Fljótum er oftast líf og fjör en þessa dagana er þó óvenju glatt á hjalla. Þar er nú risinn foráta hoppkastali sem hægt verður að hoppa í fram á laugardagseftirmiðdag.
Meira

Húnavakan að hefjast

Nú er Húnavakan í þann mund að hefjast en hún verður sett formlega kl. 18:45 á morgun. Íbúar Blönduóss og nágrennis verða væntanlega í önnum í kvöld við að skreyta umhverfi sitt í bak og fyrir með rauðum lit og ísbjörnum og verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið. Að verklokum eru svo hverfin eða göturnar hvött til að slá saman í grill. Í kvöld kl. 22 verður haldið Blö Quiz í félagsheimilinu þar sem þrjú efstu sætin vinna til verðlauna.
Meira