Fréttir

Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-.15.júlí sl. Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Mikil baraátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokaholunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum fjórum dögum.
Meira

Margir urðu Íslandsmeistarar í dag

Þá er stórglæsilegu Íslandsmóti yngri flokka, sem haldið var á Hólum í Hjaltasal, lokið. Riðið var til úrslita í dag og margir Íslandsmeistarar krýndir. Keppnishaldarar ánægðir með frammistöðu unga fólksins sem eiga sér bjarta framtíði í hestaíþróttum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.
Meira

Mikilvægur skyldusigur gegn Sindra

Í gær mættust lið Tindastóls og Sindra Hornafirði í 2. deild karla í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Bæði lið í botnbaráttu deildarinnar en Stólarnir þó talsvert betur settir með tólf stig fyrir leikinn, en lið Sindra með þrjú. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir sanngjarnan sigur þó liðið hafi oft spilað betur en í gær. Lokatölur 2-0 og heimamenn komnir í þéttan pakka um miðja deild.
Meira

Stelpurnar komnar á bragðið

Leikið var í 1. deild kvenna á Sauðárkróksvelli sl. föstudagskvöld en þá komu Skagastelpur í heimsókn. Þær sigruðu vængbrotið lið Tindastóls í fyrstu umferð fyrr í sumar, 6-0, en á föstudaginn sýndu Stólastúlkur að þær hafa tekið miklum framförum og sigruðu að þessu sinni örugglega. Lokatölur 2-0.
Meira

Farandsýning á förum í lok mánaðarins

Í Gamla barnaskólanum að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki stendur nú yfir sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Á sýningunni er rithöfundarferli Guðrúnar gerð skil en bækur hennar áttu miklum vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar á þeim tíma sem þær komu út, á árunum frá 1946 og til 1973. Nú í seinni tíð hefur áhuginn á verkum hennar glæðst að nýju og nú hefur þekktasta verk hennar, Dalalíf, verið útgefið í fjórða skiptið. Það eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar, sem hafa veg og vanda af sýningunni.
Meira

Kæru Skagfirðingar

Tilefni þessa stutta pistils er hvatning. Hvatning til ykkar sem hafið með umönnun barna að gera. Börnin eru það dýmætasta í þessum heimi. Upp á þau þarf að passa. Samvistir við foreldra og ástvini skipta miklu fyrir eðlilegan þroska og andlega vellíðan barna. Því er vert að huga að því hvernig hægt sé að auka þessar samvistir eins og hægt er. Ég vil hér kasta fram einni hugmynd.
Meira

Góður en blautur dagur á Hólum

Í dag fór fram keppni í b-úrslitum og í gæðingaskeiði á Íslandsmóti í hestaíþróttum yngri flokka á Hólum og kemur fram hjá mótshöldurum að dagurinn hafi verið góður þrátt fyrir bleytu úr lofti. Í fyrramálið hefst dagskrá kl 9:00 á 100m skeiði en svo verður riðið til úrslita í hverjum flokki eftir það. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17:00 og er fólk hvatt til að taka sunnudagsrúntinn heim að Hólum líta á glæsilega knapa og hross en ekkert kostar inn á keppnina. Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
Meira

Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur

Liðið mitt - Viktor Guðmundsson
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira

Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Undanfarin ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Nú um helgina verður enn á ný efnt til Maríudaga á Hvoli og verður opið frá kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti fjölskyldunar og sóknarnefndarinnar.
Meira