feykir.is
Skagafjörður
30.06.2017
kl. 08.47
Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar að breyta reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í sveitarfélaginu. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara.
Meira