Fréttir

Dagskrá Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum - uppfært

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fer fram á Hólum í Hjaltadal í boði Hestamannafélagsins Skagfirðings dagana 13.–16. júlí næstkomandi. Um svokallað World Ranking mót er að ræða sem telur telur stig á heimslista, og ýmsar greinar í boði. Hér fyrir neðan er uppfærð dagskrá mótsins.
Meira

Breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps

Auglýst hefur verið breyting á aðalskipulagi Húnavtanshrepps 2010-2022. Er breytingin gerð vegna fjölgunar efnistökustaða, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum.
Meira

Afmæliskveðja frá móður til sonar fær fólk til að brosa

Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.
Meira

Barnamót og Blönduhlaup hjá USAH

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 12. júlí og hefst það klukkan 18:00. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2007 eða seinna, þ.e. 10 ára og yngri. Keppisgreinar eru 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup. Umf. Geisli hefur umsjón með mótinu og bjóða þeir upp á hressingu að móti loknu. Allir keppendur fá að launum þátttökuskjal og verðlaunapening.
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar

Um helgina kom besta frjálsíþróttafólk landsins saman á Selfossi til að berjast um meistaratitlana á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Alls voru keppendur um 200 talsins, þar á meðal Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason.
Meira

„Alltaf náði ég að pota boltanum í markið“

Liðið mitt Tómas Guðmundsson
Meira

Huginn hafði betur í bragðdaufum leik á Króknum

Tindastólsmenn fengu Huginn frá Seyðisfirði í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir ágætt samspil beggja liða úti á vellinum var leikurinn bragðdaufur og fátt um færi. Það voru gestirnir sem gerðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik og Stólunum tókst ekki að jafna. Lokatölur 0-1.
Meira

Fyrsti sigurinn í 1. deildinni loksins í höfn

Kvennalið Tindastóls lék í gærkvöldi við lið ÍR í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þrátt fyrir fína frammistöðu í bikarnum þá hafði stelpunum ekki tekist að ná sigri í 1. deildinni og fyrir leikinn í gær var liðið aðeins með eitt stig að loknum átta leikjum og það kom í síðustu umferð gegn toppliði HK/Víkings. Það var því vel fagnað í leikslok í gærkvöldi þegar fyrsti sigur sumarsins varð staðreynd eftir dramatískan hörkuleik gegn Breiðhyltingum. Lokatölur 3-2.
Meira

Fornleifauppgreftri í Keflavík að ljúka

Fornleifauppgreftri í kirkjugarðinum við Keflavík í Hegranesi er nú rétt að ljúka. Frá því er sagt í Morgunblaðinu í gær en þetta er þriðja sumarð sem rannsóknir fara þar fram og hlaut fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fjögurra milljón króna styrk úr fornminjasjóði á árinu vegna verksins. 49 grafir hafa fundist, auk kirkju, smiðju og upphækkaðrar stéttar sem hefur legið milli kirkju og bæjar.
Meira

Kjúklingur í súrsætri tómatsósu og heimalagaður rjómaís

Stella Jórunn A. Levy og Ægir Jóhannesson á Jörfa í Víðidal sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 27. tölublaði ársins 2015. „Við ákváðum að senda ekki inn forrétt einfaldlega vegna þess að við erum ekki mikið forréttafólk. Þess í stað er bara meira lagt í aðalrétt, meðlæti og deserta hér á bæ. Að maður tali nú ekki um stemningu og skemmtanagildi,“ sögðu matgæðingarnir Stella og Ægir..
Meira