Fréttir

Einar Mikael kemur á Krókinn

Einar Mikael töframaður ætlar að vera með sýningu á Mælifelli í næstu viku. Sagðist hann hlakka mikið til að koma og gleðja fjölskyldur á Króknum. Hann segir sýninguna vera troðfulla af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á Íslandi.
Meira

Flokkunarfræðin fangaði athygli gestanna

Á mánudaginn heimsóttu 40 nemendur úr 8. bekkjum Árskóla á Sauðárkróki Verið Vísindagarða. Stöldruðu þau við í þrjár klukkustundir og drukku í sig margvíslegan fróðleik um fjölbreytileika í vistkerfum sjávar og ferskvatns, eins og sagt er frá á vef Háskólans á Hólum.
Meira

Útivist og náttúruupplifun fyrir ferðamenn í tæpa fjóra áratugi

Á Brekkulæk í Húnaþingi vestra rekur Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustufyrirtæki sem gerir út á að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir um land allt, með áherslu á útivist og náttúruupplifun auk þess að veita ferðamönnum innsýn í lífstíl fólks í dreifbýlinu. Fyrirtækið hlaut á dögunum verðlaun frá þýska Nordis forlaginu sem gefur út tímarit um málefni Norðurlandanna og hefur um áratuga skeið verið eitt það virtasta sinnar tegundar á þýsku málsvæði. Blaðamaður Feykis leit í heimsókn til Arinbjarnar og fjölskyldu á fallegum vordegi.
Meira

Ný stjórn Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.
Meira

Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga

Engi er frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough. Það verður sýnt þann 1. maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14 og kl. 18. Sýningin er 45 mínútur að lengd, ekkert hlé er sýningunni og ekkert er talað.
Meira

Samningur um reiðvegi

Í fyrradag var stór stund hjá hinu nýstofnaða hestamannafélagi Skagfirðingi. Formaður þess, Guðmundur Sveinsson, og sveitarstjóri Skagafjarðar, Ásta Pálmadóttir, undirrituðu samning um uppbyggingu og viðhald reiðvega í sveitarfélaginu.
Meira

Vor í lofti hjá Lillukórnum

Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins verða að þessu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 30. apríl n.k. og hefjast klukkan 14. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Meira

Íslandsmeistaramót í ísbaði á Sauðárkróki á morgun

Á morgun, miðvikudag, verður haldið Íslandsmeistaramót í ísbaði í sundlaug Sauðárkróks. Áður en keppni hefst mun Benedikt S. Lafleur kynna meistararitgerð sína um heilsugildi kuldameðferða í vatni og víxlbaða.
Meira

Áskorun um margföld framlög til byggðamála

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila fór fram 16. apríl sl. að Hraunsnefi í Borgarbyggð. Í upphafi fundar flutti gestur fundarins, Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum, stutt erindi um hugmynd sem hún er með og gengur út á að veita faglega aðstoð við uppsetningu á gæðakerfi í heimavinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjórnun.
Meira

Karlatöltið komið til að vera

Karlatölt Norðurlands fór fram á Hvammstanga á laugardaginn. „Var það samróma álit allra að mótið hefði verið hið glæsilegasta og sé algjörlega komið til þess að vera um ókomna tíð,“ segir á heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Meira