Fréttir

Rabb-a-babb 130: Einar Kolbeins

Nafn: Einar Kolbeinsson. Árgangur: 1973. Fjölskylduhagir: Sam- og fjarbúð með Emblu Eir Oddsdóttur, forstöðumanni Norðurslóðanets Íslands á Akureyri. Við eigum samtals fjögur börn, tvo uppkomna og tvær á hraðri uppleið. Búseta: Bólstaðarhlíð. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Þó af aurum ætti gnægð, / af íhaldssömum vana, / síst ég myndi fagna frægð, / fjandinn má eiga hana.
Meira

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira

Færðu Ívari Elí afrakstur áheitahlaups

Í gær afhentu nemendur í 7. og 8. bekk Varmahlíðarskóla Ívari Elí Sigurjónssyni og föður hans, Sigurjóni Leifssyni afrakstur áheitasöfnunar sinnar. Síðustu vikur hafa þessir 32 krakkar safnað 1.113.829 krónum með áheitahlaupi sem þau hlupu síðasta vetrardag.
Meira

Elmar söng sig inn í hjörtu Sæluvikugesta

Karlakórinn Heimir hélt sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði síðast liðinn laugardag. Sérstakur gestur á tónleikunum var Elmar Gilbertsson sem sló í gegn í óperunni Ragnheiði og var í kjölfarið valinn söngvari ársins 2015.
Meira

Átta ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Í tilkynningu sem stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi frá sér nú undir kvöldið er sagt frá því að í dag skrifuðu átta leikmenn undir samning um að leika með liði Tindastóls á næsta keppnistímabili. Þar á meðal eru Pétur Birgisson, Viðar Ágústsson og Hannes Másson.
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti yngri flokka

Júdódeild Tindastóls átti þrjá keppendur á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Laugabóli, hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík, 30. apríl síðastliðinn.
Meira

Efnt til prófkjörs í haust

Aðalfundur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var samþykkt að haldið yrði prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar á komandi hausti, til að stilla upp á framboðslista flokksins í kjördæminu.
Meira

Vinnufundur um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur, í samráði við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, samið við Þorgeir Pálsson hjá Thorp Consulting um að stýra endurskoðun á stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði. Þorgeir hefur mikla reynslu á þessu sviði og kom m.a. að mótun hins nýja Vegvísis í ferðaþjónustu, nýrri ferðamálastefnu sem kynnt var í október sl.
Meira

Austur-Húnavatnssýsla kynnt í flugvélum Icelandair

Næstu þrjú árin verður Austur-Húnavatnssýsla kynnt í sjónvarpsþáttunum Unique Iceland sem sýndir eru um borð í flugvélum Icelandair. Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa gert samning við Icelandair um gerð og birtingu kynningarefnis í markaðskerfi flugfélagsins. Frá þessu er greint á vefnum Húnahornið.
Meira

Sýndu afrakstur sinn í Bílskúrsgalleríi

Listamenn Listamiðstöðvar Textílseturs Íslands sem dvöldu í Kvennaskólanum á Blönduósi í apríl mánuði héldu listasýningu í Bílskúrsgalleríi þriðjudaginn 26. apríl sl. Sagt er frá sýningunni á Húnahorninu og þar er einnig að finna fleiri myndir sem teknar voru við þetta tilefni.
Meira