Fréttir

Karlakórinn Heimir og Elmar Gilbertsson í Miðgarði annað kvöld

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði annað kvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum er Elmar Gilbertsson tenórsöngvari. Spjallað var við Heimismenn í afmælisblaði Feykis sem kom út í síðustu viku.
Meira

Mamma Mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýna í kvöld söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem er ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikillar vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Tvö mót hjá Skagfirðingi um næstu helgi

Hestamannafélagið Skagfirðingur stendur fyrir tveimur mótum um næstu helgi. Annars vegar opnu punktamóti föstudaginn 6. maí og hins vegar barna- og unglingamóti laugardaginn 7. maí. Er þetta byrjunin að miklu hestasumri í Skagafirði, eins og greint var frá í frétt hér á vefnum fyrr í vikunni.
Meira

Sara Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramót í ísbaði fór fram við sundlaug Sauðárkróks í gær. Það var Sara Jóna Emilía sem sigraði eftir harða baráttu við Benedikt S. Lafleur. Sara sat í ískarinu í 13:13 mínútur í vatni sem var við frostmark og ís í karinu að auki.
Meira

Gamla Árvistarhúsið við Freyjugötu til sölu

Gamla Árvistarhúsið við Freyjugötu á Sauðárkróki verður sett á sölu. Á fundi byggðarráðs, sem haldinn var í morgun, var ákveðið að auglýsa og óska eftir tilboðum í húsið.
Meira

Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði

Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldinn á Lýtingsstöðum síðast liðinn mánudag. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Meira

Margir vilja leggja sitt af mörkum

Eftir að auglýst var söfnun til styrktar fimm ára flogveikum dreng á Sauðárkróki, Ívari Elí Sigurjónssyni, hafa fjölmargir brugðist við og viljað leggja fjölskyldunni lið, eins og nánar er fjallað um í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í gær.
Meira

Hestasumarið mikla í Skagafirði

Búið er að dagsetja þau mót sem hið nýja hestamannafélag, Skagfirðingur, stendur fyrir í sumar. „Það er heilmikið í boði fyrir keppendur í sumar, enda er þetta hestasumarið mikla í Skagafirði. Landsmótsstemming ríkir svo sannarlega í firðinum,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.
Meira

Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.
Meira

Akureyri og Húnaþing vestra í átak í eldvörnum

Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
Meira