Fréttir

Stólarnir særðir í Ljónagryfjunni

Tindastóll fór aftur í Ljónagryfjuna í gærkvöldi eftir að hafa mátt lúta í parket þar í bikarnum í byrjun vikunnar. Rétt eins og þá var það varnarleikur liðanna sem var í fyrirrúmi að þessu sinni, leikurinn æsispennandi og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt, 64-64. Njarðvíkingar reykspóluðu yfir Stólana í framlengingunni og sendu strákana stigalausa heim á Krók.
Meira

Dýrkaði Slade í æsku / GUMMI JÓNS

Að þessu sinni er það Guðmundur Jónsson, búsettur í Reykjavík, sem svarar Tón-lystinni. Guðmundur er fæddur 1962, alinn „...upp á Skagaströnd ásamt tveimur systkinum á ástríku heimili foreldra minna, Aðalheiðar Guðmundsdóttir og Jóns Helgasonar.“ Hann spilar á gítar og píanó og aðspurður um helstu afrek á tónlistarsviðinu svarar hann af töluverðri hógværð: „Að hafa samið nokkur lög sem hafa hreyft við fólki í gegnum tíðina, sér í lagi með félögum mínum í Sálinni hans Jóns mín.“ Jú, þetta er sá Guðmundur...
Meira

Kann vel við snjóinn, kuldann og myrkrið

Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Feykis var á dögunum haldið útgáfuhóf í Nes Listamiðstöð á Skagaströnd í tilefni af útgáfu bókarinnar Jardarteikn eftir sænska listamanninn Karl Chilcott. Bókina prýða ljósmyndir eftir dóttur hans, Christine, af innsetningum Karls. Verkin vann Karl þegar hann dvaldi í Nes Listamiðstöð á Skagaströnd árið 2013.
Meira

Sala á Neyðarkallinum að hefjast

Í dag hefst sala á Neyðarkallinum svokallaða, sem er ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveita landsins. Félagar í Skagfirðingasveit verða á ferð um Sauðárkrók um helgina, og svo er einnig með aðrar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra.
Meira

Fylgst með vinnslu Iceprotein á þorskpróteinum í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við fyrirtækið Iceprotein í Verinu á Sauðárkróki. Rætt er við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir rysjóttu veðurfari í nóvember

Þriðjudaginn 3. nóv. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 16 talsins, sem er óvenju góð mæting enda síðasta veðurspá gengið með endemum vel eftir og því engin ástæða til annars en að vera stoltur af þátttöku sinni í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Fundinum lauk kl. 14:25.
Meira

Framhaldsrannsókn á sauðfjárdauða

Í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar segir frá því að stofnunin vinni nú að undirbúningi að framhaldi rannsóknar á auknum sauðfjárdauða í fyrra vetur, í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga

Sigurður Líndal Þórisson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Síðastliðin 4 ár vann Sigurður við gæða- og verkefnastjórnun hjá Expedia Inc, einu stærsta ferðaþjónustu- og tæknifyrirtæki heims. Þar á undan starfaði Sigurður m.a. við leikhússtjórnun, sem sjálfstætt starfandi leikstjóri með á sjötta tug leikverka að baki, og sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna. Sigurður er með MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College, leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama, og kennarapróf frá Strode's College.
Meira

„Víðidalstungubók“ komin heim

Flateyjarbók er nú að koma út á norsku í fyrsta skipti. Er útgáfan afar vegleg og hefur enda hlotið fádæma góðar undirtektir meðal Norðmanna. Það var stórbóndinn Jón Hákonarson í Víðidalstungu sem upphaflega lét gera bókina og kostaði hana, en skrifarar hennar voru prestarnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson.
Meira

Greiðfært á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra eru nú greiðfærir, samkvæmt upplýsingasíðu Vegagerðarinnar en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Þá er blíðuveður og vindur víðast hvar um 2-5 metrar á sekúndu.
Meira