Fréttir

Nýtt lag með Gillon - Glaður í sól

Gillon (Gísli Þór Ólafsson) er að vinna að nýrri plötu sem væntanleg er til útgáfu í byrjun næsta árs. Hér má heyra fyrsta kynningarlag plötunnar, Glaður í sól.
Meira

Hættumat vegna ofanflóða kynnt

Hættumatsnefnd Skagafjarðar kynnir nýtt hættumat vegna ofanflóða á Sauðárkróki í opnu húsi á Kaffi Krók á fimmtudaginn kemur, 12. nóvember, frá kl 16 til 18:30. Fulltrúar hættumatsnefndar og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands verða á staðnum til að kynna hættumatið og svara fyrirspurnum gesta.
Meira

Vetrarþjónusta, fjármálaráðherra og veruleiki dagsins

Á dögunum mælti fjármálaráðherra fyrir fjáraukalögum. Sá hann sérstaka ástæðu til að staldra við vetrarþjónustukostnað Vegagerðarinnar og klykkti út með: „Þar vísa ég til þess að í vetrarþjónustu, eins og annars staðar í stofnanakerfinu, er ekki hægt að útiloka að menn þurfi að aðlaga þjónustustigið að þeim veruleika sem mönnum er búinn við fjárlagagerðina. Það er hinn kaldi veruleiki svo margra stofnana í ríkiskerfinu og hlýtur að eiga við í Vegagerðinni.“
Meira

S.O.B. / Nathaniel Rateliff & The Night Sweats

Þjóðlagapopphetjan Nathaniel Rateliff frá Hermann í Missouri í Bandaríkjunum hefur vakið athygli upp á síðkastið í viðhengi við The Night Sweats, sálarskotið ryþma og blús kombó sem hann setti á laggirnar árið 2013.
Meira

Útgáfuhátíð vegna útkomu Skagfirðingabókar

Útgáfuhátíð vegna Skagfirðingabókar 36, fyrir árið 2015, verður haldin á Kaffi Króki á Sauðárkróki laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 14-16. Kynnt verður efni bókarinnar, sérstaklega höfuðgreinin sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman um Króksarana frá Jótlandi, Minnu og Ole Bang.
Meira

Kvenbuxnatískan í haust er með dass af 70‘s áhrifum

Ég fékk svolítið skemmtilegt komment um mig frá vini mínum hér á Sauðárkróki. „Bíddu, er Sigga farin að skrifa um tísku? Sé ég hana ekki yfirleitt ómálaða í íþróttafötum?“ Sem er alveg rétt. Ég hef síðan ég flutti norður dottið í þæginlega fatnaðinn en hef reyndar aldrei verið mikið fyrir það að hafa mig til í framan þó svo að ég þurfi að fara út á meðal fólks. Ég verð samt að viðurkenna að ég passaði ekki lengur í fötin mín eftir að hafa eignast barn og það að vera í fæðingarorlofi neyddi mig aðeins niður á jörðina í þessum málum, sem var í góðu lagi, sérstaklega hvað fötin varðar. Því að eyða hátt í 50-70 þúsund krónum í hverjum mánuði er bilun. En þegar freistingarnar eru til staðar þá er það mjög auðvelt.
Meira

Arnar Freyr Arnarsson valinn í handboltalandsliðið

Arnar Freyr Arnarsson, sonur Arnars Þórs Sævarssonar sveitarstjóra Blönduósbæjar, hefur verið valinn í karlalandslið Íslands í handknattleik sem tekur þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti í Noregi sem hefst á morgun.
Meira

Sveitin togaði eins og sterkasti segull

Skagfirðingurinn Karl Jónsson og Eyfirðingurinn Guðný Jóhannesdóttir ákváðu að söðla um fyrir rúmum tveimur árum síðan og fluttu frá Sauðárkróki aftur á heimaslóðir Guðnýjar, að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar búa þau ásamt börnum sínum og reka ferðaþjónustufyrirtækið Lamb Inn í samstarfi við Jóhannes Geir Sigurgeirsson, föður Guðnýjar, auk þess sem Guðný er að ljúka mastersnámi í kennslufræðum. Blaðamaður Feykis rak nefið inn til þeirra hjóna í síðustu viku og fékk að heyra um líf þeirra og störf í sveitinni, yfir kaffi og kleinum.
Meira

Hrekkjavökupartý á Hvammstanga

Síðasta laugardag var allsherjar hrekkjavökupartý í félagsmiðstöðinni Órion á Hvammstanga þar sem fagurlega skreyttar verur mættu til að skemmta sér og gæða sér á fingramat, í bókstaflegri merkingu, og öðru góðgæti. Frá þessu er sagt á vefnum Norðanátt.
Meira

Fíbra sigraði Toppstöðina

Lokaþáttur Toppstöðvarinnar, raunveruleikaþáttar RÚV þar sem fylgst er með hvernig frumkvöðlum tekst að fullvinna vöru sína og koma á markað, var sýndur í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöldi. Það var frumkvöðlaverkefnið Fíbra, með Reginni Grímssyni, í fararbroddi sem bar sigur úr býtum eftir símakosningu. Reginn hefur starfað á Sauðárkróki um árabil en verkefni hans sigraði jafnframt Ræsingu í Skagafirði, samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Svf. Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga, í febrúar sl.
Meira