Fréttir

Tíu barna móðir í Hrútafirði

Sigrún Elísabet Arnardóttir á Eyjanesi í Hrútafirði er yngsta núlifandi íslenska konan sem eignast hefur tíu börn. Fjallað var um fjölskylduna í Eyjanesi í fyrsta þætti vetrarins af Ísþjóðinni sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi.
Meira

Um bókina Kveikjur

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur við Landsspítalann skrifar:
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Húnahornið leggur Styrktarsjóðnum lið

Húnahornið, fréttavefur Húnvetninga, hefur ákveðið að leggja 500.000 krónur í Styrktarsjóð Húnvetninga. Það er von Húnahornsins að fjárframlagið bæti upp að mestu þann tekjumissi sem Styrktarsjóðurinn varð fyrir vegna þess að aflýsa þurfti Styrktarsjóðsballinu sem halda átti laugardaginn 24. október síðastliðinn.
Meira

Innsetningar í náttúrunni

Á sunnudaginn var opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða málverk, teikningar, keramik, vídeó- og hljóðlist þeirra listamanna sem dvelja á Skagaströnd um þessar mundir.
Meira

Heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum

Heitu vatni var hleypt á stofnlögn í Fljótum mánudaginn í síðustu viku, frá dælustöð í landi Langhúsa og að dælustöð við Molastaði, samtals um 8km leið. Greint er frá þessu á vef Skagafjarðarveitna.
Meira

HELLO / Adele

Hin breska Adele er ein skærasta söngstjarna heimsins um þessar mundir og er orðin dágóð bið síðan hún gaf út síðustu breiðskífu sína. En nú er ný á leiðinni, 25, og er Hello fyrsta smáskífulagið af henni og hefur þegar vakið gríðarlega athygli.
Meira

Skagafjörður tekur við útnefningu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015

Fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði tóku á móti útnefningu Ferðamálastofu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015 á Ferðamálaþingi sem haldið var á Akureyri sl. miðvikudag. Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
Meira

Mun gleðja augu gesta staðarins

Stytta eftir Guðmund frá Miðdal, sem Jósefína Helgadóttir gaf kvenfélaginu Björk á Hvammstanga árið 1960, hefur nú verið fundinn nýr staður á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Þykir hún fara vel þar og falla vel inn í sjávarþema staðarins og hönnuðu arkitektar staðarins undirstöðu undir hana sem Ágúst Þorbjörnsson, stálsmiður á Hvammstanga, smíðaði.
Meira