Forsetahjónin heimsóttu Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
29.11.2022
kl. 12.50
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú, heimsóttu Húnaþing vestra á sunnudaginn og sóttu m.a. aðventustund í setustofunni á sjúkrahúsinu með heimilisfólki og öðrum gestum. Síðan héldu þau í heimsókn í Verslunarminjasafnið þar sem Þuríður Þorleifsdóttir tók á móti gestunum og sagði frá starfseminni. Að því loknu sátu forsetahjónin aðventustund í Hvammstangakirkju sem í þetta sinn var sameiginleg stund allra kirkna í sveitarfélaginu.
Meira
