Fréttir

„Þekktu rauðu ljósin“ 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2022

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember.
Meira

Fullt hús hjá Rokkkórnum

Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur hélt tónleika sl. laugardag fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Hvammstanga. Flutt voru níu lög ásamt fjögurra laga syrpu úr tónlistarverkinu Lifun eftir Trúbrot.
Meira

Alþingi í eina viku

Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Miðflokkinn. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið á óvart við þingmannsstörfin, en þau eru um margt ólík öðrum störfum sem ég hef tekist á við.
Meira

Góð þátttaka í Starfamessunni

Í gær var Starfamessa haldin í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það er SSNV sem stendur fyrir messuhaldinu. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, sem var í forsvari messunnar ásamt Freyju Rut Emilsdóttur, þá tókst Starfamessan afar vel en hana sóttu allir nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra, um 250-300 nemendur, auk þess sem sýningin var vel sótt af nemendum FNV.
Meira

Leikir helgarinnar hjá yngri flokkum Tindastóls

Það voru nokkrir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina ásamt því að Þór Akureyri stóð fyrir Hreinsitæknimóti sem ætlað var krökkum frá 1.bekk upp í 6.bekk.
Meira

Skagaströnd fékk flest stig á félagssvæði Kjalar

Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins síðastliðið vor en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Á starfssvæði Kjalar ríkti mest ánægja meðal starfsmanna Skagastrandar en minnst í Skagafirði.
Meira

Kaldavatnslaust í Túnahverfi seinni partinn

Vegna tenginga vatnsveitu í Nestúni verður lokað fyrir kalda vatnið í efri hluta Túnahverfis eftir hádegi í dag. Göturnar sem um ræðir eru Iðutún, Jöklatún og allar götur þar fyrir ofan.
Meira

Háskólabrú á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki en Keilir er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum. Þar verður hægt að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem hægt er að sækja bæði með og án vinnu.
Meira

Eitt sæti laust í Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Nú hefur það verið upplýst hvaða dagsetningar eru ætlaðar fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum keppnistímabilið 2023. Eitt sæti er laust í deildinni og er fyrirhuguð úrtaka föstudaginn 13. janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum ef fleiri en eitt lið sækja um.
Meira

Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Slökkviliðið Brunavarna Skagafjarðar var kallað út í gær vegna elds í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Á Facebooksíðu þess kemur fram að tildrög eldsins megi rekja til þess að glóð frá spunavél hafi náð að kveikja eld í hersluofni verksmiðjunnar sem síðar barst í hreinsunarkerfi verksmiðjunnar og kveikt í síum sem þar eru.
Meira