Pálina Fanney ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
22.09.2022
kl. 15.51
Pálína Fanney Skúladóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra og tekur við starfinu 1. október. Áheimasíðu Húnaþings vestra segir að Pálína var skipuð tímabundið í starfið í haust en ráðin til frambúðar á fundi sveitarstjórnar þann 8. september sl. Pálína er heimamönnum að góðu kunn en hún hefur um langt árabil verið organisti í héraðinu, stjórnað kórum, kennt tónmennt við Grunnskóla Húnaþings vestra auk þess að hafa um árabil starfað sem kennari við tónlistarskólann. Hún þekkir því starf skólans vel.
Meira
