Arnar Már Elíasson skipaður forstjóri Byggðastofnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.09.2022
kl. 17.13
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á heimasíðu stofnunarinnar. Arnar Már var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og stjórn Byggðastofnunar. Skipan í embættið tók gildi 16. september.
Meira
