Fréttir

Miðasalan hefst í dag

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir nú næskomandi sunnudag 27.apríl leikritið „Flæktur í netinu“ í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Miðasala hefst í dag, miðvikudag á tix.is.
Meira

Faxi er kominn heim

Að morgni dags 21. júlí 2023, sagði Feykir frá því að Faxi hafi tekið á flug á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður var Reykjavík þar sem hann var gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Þegar þeirri sýningu lauk hélt hann til Þýskalands þar sem færa átti kappann í brons áður en hann kæmi aftur heim á Sauðárkrók. 
Meira

Rafrænt Sjónhorn kom út í dag

Vegna mikillar eftirspurnar var tekin ákvörðun um að gefa út rafrænt eintak af Sjónhorni fyrir Sjónhornþyrsta fólkið á svæðinu. Þetta blað fer því ekki inn um lúgurnar í pappírsformi - það verður einungis hægt að skoða það á netinu. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gefa út prentað blað er sú að frídagar í þessari viku gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja blaðið upp né dreifa því á tilsettum tíma.
Meira

Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 30. apríl kl. 16

Þann 30. apríl nk. verður Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 16:00 þar sem farið verður yfir og kynnt hvernig þau ætla að byggja upp öflugt, sveigjanlegt og sjálfbært flutningskerfi fyrir framtíðina. Þessi fundur er einn af átta sem Landsnet verður með í ferð sinni um landið þar sem þau ætla að ræða við fólk, svara spurningum og hlusta. Þetta er opið samtal og þú ert hluti af því. 
Meira

Vorfagnaður í Árgarði

Laugardaginn 26. apríl nk. kl 20:00 verður vorinu fagnað í Árgarði. Til stendur að borða saman kótilettur með tilheyrandi meðlæti. Tala, syngja og dansa saman inn í nóttina.
Meira

Prjónagleði 2025 verður haldin frá 30. maí til 1. júní

Helgina 30. maí til 1. júní verður Prjónagleðin haldin í níunda sinn á Blönduósi í Húnabyggð en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem og lengra komnum. Undanfarin ár hefur Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga haldið utanum Prjónagleðina en í ár er skipulag og framkvæmd hátíðarinnar í umsjón Húnabyggðar.
Meira

Stóri plokkdagurinn á sunnudaginn, 27. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi og þá plokka landsmenn sem aldrei fyrr. Eftir veturinn bíður okkar heilmikið verkefni við að hreinsa allt sem undan snjónum kom ásamt öllu öðru rusli sem finnst á víðavangi.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra tekur þátt í hæfileikakeppninni Fiðringurinn

Þann 7. maí nk. fer fram hæfileikakeppnin Fiðringurinn á Norðurlandi sem er fyrir nemendur í 8.-10. bekk og er í anda Skrekks í Reykjavík og Skálftans á Suðurlandi. Er þetta í fjórða sinn sem þessi keppni fer fram og verður hún haldin í Hofi á Akureyri. Í ár taka tíu skólar þátt og er Grunnskóli Húnaþings vestra einn af þeim en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn tekur þátt og einnig sá eini frá Norðurlandi vestra. Það eru Samtök sveitarfélaga á Norðulandi eystra og Menningarfélag Akureyrar sem styrkja þetta verkefni.
Meira

Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

Byggðastofnun auglýsir styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Í tilkynningunni segir að aðgerð B.7. á byggðaáætlun hefur það markmið að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Þannig geta ríkisstofnanir nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum.
Meira

Elís og Hafdís voru fyrst til að ná mynd af lóunni í ár

Sveitarfélagið Skagaströnd efndi til ljósmyndasamkeppni þar sem leikskólabörn og krakkar í 1.-4. bekk í grunnskólanum á Skagaströnd voru hvött til þess leita að fyrstu lóunni og ná af henni mynd. Það er ekki annað að sjá en að lóan sé mætt í allri sinni dýrð á Skagaströnd, segir á heimasíðu sveitarfélagsins. 
Meira