Sveitarfélagið Skagaströnd áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.01.2025
kl. 14.25
Á fréttavefnum huni.is segir að fjárhagsáætlun Skagastrandar 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi rétt fyrir jól. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 11 milljónir króna. Tekjur eru áætlaðar 946 milljónir og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs áætlaðar 684 milljónir en aðrar tekjur 262 milljónir. Rekstrargjöld eru áætluð 867 milljónir, afskriftir 58 milljónir, og fjármagnsgjöld 10 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað jákvætt um 93 milljónir.
Meira