Fréttir

Aðalsteinn hverfur frá Byggðastofnun til innviðaráðuneytis

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson, forstjóra Byggðastofnunar, í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu og mun hann taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Áhætta sýndarveruleikans

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var ég sem íbúi þessa sveitarfélags einhart á móti þeirri ákvörðun meirihluta að taka þátt í þeirri áhættufjárfestingu sem aðkoma sveitarfélagins hefur verið að Sýndarveruleika ehf. Það er ágætt að rifja aðeins upp hver sú aðkoma var og er enn í dag og hvernig sú aðkoma heftir sveitarfélagið í rekstri og framkvæmdagetu. Samningur sveitarfélagsins við Sýndarveruleika er að hluta til bundinn trúnaði og bindandi til 30 ára.
Meira

Engin fuglaflensuhræ fundist á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu fór fram talning á helsingjum í Skagafirði og Húnavatnssýslunum á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundust nálægt 45 þúsund fuglar. Að sögn Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings hjá NNV, heppnaðist talningin afar vel en helsingjarnir gera hér stuttan stans á leið sinni til norðaustur Grænlands.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira

Rútuferð á þriðja leikinn

Stuðningsmenn Stólanna voru ánægðir með sína menn í gærkvöldi eftir að þeir lögðu Valsmenn í parket í Síkinu. Þriðji leikurinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Origo-höll Valsmanna nú á fimmtudagskvöldið og gengur víst vel að selja stuðningsmönnum Tindastóls miða á leikinn. Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða upp á rútuferð í borgina og til baka.
Meira

Hugleiðingar við lok kjörtímabils

Þegar líður að lokum kjörtímabils er gott að líta aðeins um öxl og meta hvernig til hefur tekist. Þegar við skoðum hvaða markmið við settum okkur í upphafi og horfum svo á hverju við höfum áorkað get ég sagt að ég er nokkuð sáttur við árangurinn. Auðvitað er ekki allt búið en við höfum komið býsna miklu í framkvæmd.
Meira

Ný myndlistarsýning á Kaffi Hólum

Sýningin Átthagi og ætterni opnar laugardaginn 14. maí kl.15. Til sýnis eru bæði gömul og ný verk eftir Hallrúnu Ásgrímsdóttur myndlistarkonu sem útskrifaðist frá myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017.
Meira

Skagafjörður á tímamótum

Íbúar Skagafjarðarhéraðs ganga nú til kosninga, sameinað í einu sveitarfélagi. Það mun því skipta máli að hafa í forsvari reynslumikið og öflugt sveitarstjórnarfólk. Sem hefur sýnt að það nær árangri.
Meira

Stólarnir buðu upp á hnallþórur í Síkinu | UPPFÆRT

Tindastóll og Valur mættust í öðrum leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Að venju var stemningin í ruglinu og Tindastólsmenn voru vel tengdir, náðu strax yfirhöndinni í leiknum og litu aldrei til baka. Strákarnir okkar leiddu með 19 stigum í hálfleik, 53-34, og náðu mest 24 stiga forystu í þriðja leikhluta. Valsmenn náðu muninum niður í tíu stig en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og með Pétur í algjöru eðalformi þá tóku þeir sigurinn. Lokatölur 91-75.
Meira

Vel heppnaður umhverfisdagur FISK Seafood

Gríðargóð þátttaka var á umhverfisdegi FISK Seafood sem fram fór síðastliðinn laugardag í Skagafirði enda hafði fyrirtækið heitið tíu þúsund krónum á hvern þátttakenda sem rynni inn á reikning aðildarfélags eða deildar innan UMSS sem hver óskaði eftir.
Meira