Fréttir

Síkið – er staðurinn!

ÞAÐ ER LEIKUR Í KVÖLD! Síkið er heimavöllur Tindastóls í körfunni. Andstæðingar Stólanna segja erfitt – en gaman – að mæta í Síkið, enda vanalega vel mætt á pallana og þegar mikið er undir eru svalirnar umhverfis völlinn þétt staðnar. Stólarnir þykja erfiðir heim að sækja og stemningin klikkar sjaldnast. Það má teljast fífldjarft að skella á einhverjum viðburði eða fundi á Sauðárkróki á sama tíma og Stólarnir spila í Síkinu. Ekki einu sinni Framsóknarfélagið mundi reyna það þó mikið lægi við.
Meira

Stefnumótun til framtíðar er grunnurinn að góðu samfélagi

„Hver er munurinn á ByggðaListanum og öðrum listum?“ var ég spurður að um daginn og ég áttaði mig á að nauðsynlegt væri að koma helstu hugðar- og áhersluefnum hópsins betur á framfæri.
Meira

Skagfirðingar styrkja þolendur átakanna í Úkraínu

Undanfarið hafa Skagfirðingar lagt sitt að mörkum í neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. 6. apríl færðu fjórar duglegar stúlkur, þær Brynja María Baldvinsdóttir, Árelía Margrét Grétarsdóttir, Álfrún Anja Jónsdóttir og Júlía Marín Helgadóttir, Rauða krossinum 31 þúsund krónur. Þær höfðu búið til kort og selt í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Meira

Amber Christina Monroe hlaut önnur verðlaun í nýsköpunarhraðli fyrir konur

Frumkvöðlaverkefni sem snúa að umhverfissjónarmiðum, samgöngum, sjálfbærri ræktun, aðstoð við listamenn, umhverfisvæna verslun og veflausn sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi urðu í efstu sætunum í nýsköpunarhraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stendur að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Hraðlinum lauk formlega sl. föstudag og voru vegleg peningaverðlaun að verðmæti 2,2 milljóna króna veitt vinningshöfunum. Isponica á Hólum í Hjaltadal hlaut önnur verðlaun í einstaklingsflokki.
Meira

Jarðgöng og aðrar samgöngur

Við hjá Framsókn viljum beita okkur fyrir samtali við stjórnvöld um að stórbæta samgöngur í Skagafirði með betri vegum og jarðgangagerð samkvæmt nýrri samgöngu- og innviðaáætlun sem samþykkt hefur verið af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra.
Meira

Slagarasveitin með diskósmell

Fyrir rétt um mánuði gaf Slagarasveitin húnvetnska út nýtt lag, Einn dagur X Ein nótt, sem er hinn áheyrilegasti sumarsmellur í tilheyrandi diskóbúningi. Slagarasveitin hefur fengið söngkonu að norðan til að aðstoða sig en það er Ástrós Kristjánsdóttir sem syngur. Lagið má að sjálfsögðu finna á Spotify og sömuleiðis er hægt að hlýða á það og horfa á YouTube.
Meira

Heilsueflandi Húnaþing vestra

Það var nóg að gera hjá Ölmu Möller landlækni sl. föstudag því Blönduósbær var ekki eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem gerðist aðili að Heilsueflandi samfélagi. Hún heimsótti einnig Hvammstanga þar sem hún og og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra.
Meira

Blönduós formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi

Síðastliðinn föstudag gerðist Blönduósbær formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir, undirrituðu samning þess efnis. Frá því segir á vef Blönduóss að meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Keta á Skaga

Jeg hefi ekki fundið Ketunafnið í eldri skjölum en í registri yfir „máldagabók“ Auðunar biskups rauða á Hólum. Þar er minst á „Kietu“ á Skaga, og registrið er frá 1318, eða þó yngra, ef til vill (sjá Dipl. II. b., bls. 488). Rúmri öld síðar, eða 1449 er „Keito“ (Keta) á Skaga talin í kúgildaskrá Hólastóls (Dipl. V. b., bls. 38).
Meira

Vængir Júpíters unnu nauman sigur á Kormáki/Hvöt

Keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hófst í gær og þar spruttu Húnvetningar fram á Fjölnisvöllinn undir sameiginlegu merki Kormáks/Hvatar. Andstæðingarnir voru Vængir Júpíters sem er einskonar B-lið Fjölnis í Grafarvoginum reykvíska. Heimamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en gekk illa að hrista af sér nýliðina en það fór svo að lokatölur urðu 2-1 fyrir Grafarvogspiltana.
Meira