Fréttir

Mikil ánægja með leikskólann Barnaból á Skagaströnd

Leikskólinn Barnaból tók þátt í foreldrakönnun Skólapúlsins og voru niðurstöður hreint út sagt frábærar. Sé árangurinn borinn saman við aðra skóla almennt á landinu er Barnaból að koma mun betur út á öllum lykilmælingum. Það sem er þó kannski enn mikilvægara er hversu miklu ánægðari foreldrar eru með skólann miðað við í síðustu mælingu, sem var gerð 2014. Almenn ánægja með leikskólann hefur aukist um 42% og ánægja með vinnubrögð um 55,6% frá því 2014.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Fótboltinn er löngu farinn í gang en nú á föstudaginn hófst alvaran því þá fóru fyrstu leikirnir í Mjólkurbikarnum fram. Lið Kormáks/Hvatar fékk Dalvík/Reyni í heimsókn á Sauðárkróksvöll upp úr hádegi í gær. Markalaust var í hálfleik en Eyfirðingarnir gerðu þrjú mörk í síðari hálfleik og Húnvetningar því úr leik í bikarnum.
Meira

Það er gaman að vera hér og hitta félagana :: Nafabóndinn Hörður Sigurjónsson

Áfram er haldið með heimsóknir á Nafirnar á Króknum en þar hafa frístundabændur lengi verið með kindurnar sínar og notið náttúru og mannlífs sem þar ríkir. Þó margir þeirra hafi verið þar í langan tíma með sinn búskap er einnig hægt að finna einhverja sem teljast til nýseta og er Hörður Sigurjónsson einn af þeim. Misserin er enn hægt að telja á fingrum annarrar handar frá því hann fékk sér kindur og líkt og aðrir Nafabændur líkar honum vel að snúast í kringum féð og taka þátt í skemmtilegu mannlífi.
Meira

Hvalfjarðarvegur lokaður á morgun

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er vakin athygli á að Hvalfjarðarvegur verður lokaður við Miðsand frá kl. 09:00-12:30 mánudaginn 11. apríl næstkomandi vegna varnaræfingarinnar Norður-Víkings.
Meira

Keflvíkingar eldri en tvævetur í körfunni

Eftir frábæran sigurleik Tindastóls í fyrsta leik úrslitakeppninnar gegn Keflvíkingum voru einhverjir stuðningsmenn Stólanna farnir að láta sig dreyma um kúst og fæjó. Það kom hins vegar í ljós í gærkvöldi að Keflvíkingar eru töluvert eldri en tvævetur þegar kemur að körfuboltaleikjum og þeir Suðurnesja menn náðu vopnum sínum á meðan Stólunum gekk afleitlega að koma boltanum í körfu Keflvíkinga. Leikurinn var engu að síður lengstum jafn og spennandi og Stólarnir í séns fram á síðustu mínútur. Lokatölur 92-75, allt jafnt í einvíginu og liðin mætast í þriðja sinn í Síkinu nk. mánudag.
Meira

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Meira

Á sveitaballi :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 2. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Eftir rúm tvö ár í undarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna áhrifa kórónuveirunnar, sem á einhvern undarlegan hátt ákvað að herja á mannkynið með Covid-19, stefna Skagfirðingar ótrauðir á að halda alvöru Sæluviku með glaum og gleði sem aldrei fyrr. Þar sem er Sæluvika þar er Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Sigurður Pétur Stefánsson íþróttamaður ársins hjá USAH

Á 104. ársþingi USAH sem haldið var á Húnavöllum í gær 7. apríl var Snjólaug María Jónsdóttir kjörin nýr formaður. Tók hún við keflinu af Rúnari Aðalbirni Péturssyni. „Um leið og við bjóðum nýjan formann velkominn til starfa þökkum við Rúnari fyrir hans framlag undanfarin sex ár sem formaður USAH,“ segir á Facebooksíðu sambandsins.
Meira

Magnús Eðvaldsson fer fyrir N lista í Húnaþingi vestra

N listinn Nýs afls í Húnaþingi vestra hefur skilað inn framboðslista sínum en upplýsingar um málefnavinnu og fundahöld koma fram á næstu dögum. Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir listann en Þorgrímur Guðni Björnsson sérfræðingur og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, ferðaþjónustubóndi og reiðkennari, verma næstu tvö sæti.
Meira