Fréttir

Einn slasaðist illa í útafkeyrslu

Rétt um kl. 23:00 sl. miðvikudagskvöld fengu Brunavarnir Skagafjarðar útkall vegna bifreiðar sem ekið hafði verið útaf Sauðárkróksbraut á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Brunavarna voru þrír einstaklingar í bifreiðinni og þurfti að beita björgunarklippum til þess að ná einum þeirra út.
Meira

Enn eitt riðutilfellið í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar.
Meira

Aukin rafleiðni í Vestari-Jökulsá

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir á Facebooksíðu lögreglunnar á svæðinu og tilkynning hafi borist frá Veðurstofu Íslands um aukna rafleiðni í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum. Vestari-Jökulsá rennur saman við Austari-Jökulsá um átta kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals (á móts við Silfrastaði) og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur 1 milli Varmahlíðar og Akureyrar liggur með Héraðsvötnum á kafla.
Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt frambjóðendum Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Kaffi Krók á morgun

Miðflokkurinn býður til fundar með frambjóðendum á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun laugardaginn 11. september kl. 16:00. Á fundinum verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og oddviti Norðausturkjördæmis, Bergþór Ólason, oddviti Norðvesturkjördæmis, Sigurður Páll Jónsson, sem skipar 2. sæti listans í Norðvesturkjördæmi ásamt Högna Elfari Gylfasyni sem skipar 5. sæti listans í Norðvesturkjördæmi.
Meira

„Virkilega stoltur af strákunum“

„Tilfinningin var ólýsanleg. Langþráður draumur að rætast hjá leikmönnum, þjálfarateymi, meistaraflokksráði og stuðningsmönnum okkar. Við lögðum allt okkar í verkefnið og uppskárum eftir því. Ég er því virkilega stoltur af strákunum,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Kormáks Hvatar, þegar Feykir spurði hann hvernig tilfinningin hafi verið þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Blönduósi á þriðjudag og ljóst var að liðið hafði tryggt sér sæti í 3. deild að ári. Kormákur Hvöt spilar á morgun við lið KH á Origo-vellinum í Reykjavík en þar ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari í 4. deild.
Meira

Lítið ljós tileinkað minningu Lalla

Nú í vikunni leit nýtt lag eftir Svein Arnar Sæmundsson dagsins ljós en lagið kallast einmitt Lítið ljós og er gullfallegt. Sveinn Arnar er frá Syðstu-Grund í Akrahreppi en hefur undanfarin 19 ár starfað sem organisti á Akranesi. „Lagið er tileinkað minningu vinar míns, Lárusar Dags Pálssonar,“ segir hann aðspurður um tilurð lagsins.
Meira

Nú má allt fara laust í grænu tunnuna!

Flokka kynnir þessa dagana nýjung varðandi flokkun í Svf. Skagafirði. Breytingin felst í því að allt sem áður fór flokkað í poka í grænu tunnuna má nú fara laust í grænu tunnuna. Semsagt; engir glærir pokar lengur.
Meira

Lög, réttleysi og réttlæti

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Meira

Ljós um land allt

Þann 30. mars 2013 birtist grein í Morgunblaðinu eftir þingmenn Framsóknar sem bar nafnið „Ljós í fjós“ og var upphafið af því verkefni sem við þekkjum sem „Ísland ljóstengt“. Það verkefni er eitt stærsta byggðarverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum og felst í því að ljósleiðaravæða hinar dreifðu byggðir landsins.
Meira

Akil DeFreitas hefur spilað erlendis frá 18 ára aldri

Einn af lykilleikmönnum liðs Kormáks/Hvatar í sumar, og sömuleiðis aðstoðarþjálfari liðsins, er Akil DeFreitas, 34 ára gamall atvinnufótboltamaður frá Trinidad og Tobago sem er lítil eyja í Karabíska hafinu. Akil segist yfirleitt spila á vinstri kanti en hann getur einnig spilað sem senter eða sem framliggjandi miðjumaður. Nú á þriðjudaginn gerði Akil sigurmark Kormáks/Hvatar þegar Húnvetningar mættu liði Hamars úr Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í 3. deild að ári. Hann hefur því heldur betur skrifað nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar í Húnavatnssýslum.
Meira