Fréttir

KH hafði betur í úrslitaleiknum gegn Kormáki/Hvöt

Á laugardag var leikið til úrslita í 4. deild karla í knattspyrnu en leikið var á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Reykjavík. Lið Kormáks/Hvatar og KH höfðu þegar tryggt sér sæti í 3. deild að ári og nú átti bara eftir að komast að því hvort liðið teldist sigurvegari 4. deildar. Heimamenn í Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda höfðu betur og sigruðu lið Húnvetningar 3-0.
Meira

Fjölbreytt störf – Jöfn tækifæri, jöfnuður og réttlæti

Meginástæða þess að margar byggðir og ekki síst hefðundnar sjávarbyggðir eiga undir högg að sækja er að þar skortir fjölbreytt atvinnutækifæri. Ef byggðirnar eiga að hafa einhverja möguleika til að vera eftirsóknarverðir búsetukostir fyrir ungt fólk verða þær að geta boðið því fjölbreytt og áhugaverð störf. Ef þeim tekst það ekki munu þær glata þeim mikla mannauð sem býr í ungu fólki, atvinnulífið nýtur ekki starfskrafta þess og samfélagið allt fer á mis við þann kraft og sköpun sem í því býr.
Meira

Spennusigur Stóla í Síkinu

Það var hart tekist á í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Keflvíkingar sóttu Stóla heim í VÍS bikarkeppninni í körfubolta. Eftir góðan leik gestanna í fyrri hálfleik snéru leikmenn Tindastóls taflinu við í þeim seinni og lönduðu sætum baráttusigri í höfn og unnu með 84 stigum gegn 67.
Meira

Fall staðreynd eftir tap gegn Stjörnunni

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í efstu deild í bili í dag þegar lið Stjörnunnar úr Garðabæ kom í heimsókn á Krókinn. Ljóst var fyrir leikinn að það var nánast eins og að biðja um kraftaverk að ætlast til þess að lið Tindastóls héldi sæti sínu í efstu deild en það var þó veikur möguleiki. Stelpurnar börðust eins og ljón og gáfu allt í leikinn en gestirnir gáfu fá færi á sér og nýttu sér síðan örvæntingu heimastúlkna til að næla í sigurmark þegar lið Tindastóls var komið framar á völlinn. Lokatölur voru 1-2 fyrir Garðbæinga og því ljóst að Lengjudeildin tekur við hjá liði Tindastóls næsta sumar.
Meira

Frábær endurkoma Tindastóls gefur smá von

Það var boðið upp á góða skemmtun á Sauðárkróksvelli í gær þegar Tindastóll og Einherji mættust í botnslag 3. deildar. Stólarnir urðu hreinlega að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fall í 4. deild en stig hefði tryggt Vopnfirðingum áframhaldandi veru í deildinni. Leikurinn var æsispennandi og sveiflukenndur en endaði með kærkomnum en sjaldgæfum sigri Tindastóls. Lokatölur 4-2.
Meira

Rekaviður, bátar og búsgögn :: Menningarminjadagar á Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði

Fyrstu viku september hafa staðið yfir Evrópskir menningarminjadagar þar sem markmiðið er að miðla fjölbreyttum menningararfi þjóða til sem flestra einstaklinga og hópa með það fyrir augum að efla vitund og vitneskju um hvað einkennir bæði áþreifanlega og óáþreifanlega menningu landa.
Meira

Minningar horfins tíma - Með grjót í vösunum eftir Svein Torfa Þórólfsson

Út er komin bókin Með grjót í vösunum eftir Svein Torfa Þórólfsson (1945–2016). Sveinn Torfi ólst upp á Skagaströnd til tíu ára aldurs en fluttist þá til Grindavíkur með fjölskyldu sinni. Í umsögn útgefanda segir að lífsbaráttan hafi verið hörð og oft mikið lagt á hans ungu herðar.
Meira

Opna fræðslumiðstöð fiskeldis í 101 RVK

Ný fræðslumiðstöð fiskeldis Lax-Inn opnaði formlega fyrir almenningi síðastliðinn föstudag en hún er staðsett að Mýrargötu 26 á Grandagarði í Reykjavík. Þar verður hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þá atvinnugrein.
Meira

Eva Rún komin á fleygiferð eftir erfið veikindi

Fimm mánuðir eru liðnir síðan Eva Rún Dagsdóttir, lykilleikmaður Tindastóls í körfubolta, lá mikið kvalin á gjörgæsludeild eftir að hafa fengið blóðtappa. Batinn hefur, sem betur fer, verið góður en sl. mánudag spilaði hún sinn fyrsta körfuboltaleik eftir veikindin. Hún segist ekki hafa mátt spila körfubolta fyrr en eftir mánuð hið minnsta í viðbót en fékk nýlega leyfi frá lækni sínum að spila aftur sem voru miklar gleðifréttir.
Meira

„Trúin flytur fjöll“ segir Guðni Þór

Síðasta umferðin í Pepsi Max deild kvenna fer fram nú um helgina. Það er á brattann að sækja fyrir lið Tindastóls og sennilega bara allra bjartsýnustu menn og konur sem reikna fastlega með að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En miði er möguleiki og Stólastúlkur þurfa fyrst og síðast að einbeita sér að því að sigra lið Stjörnunnar þegar liðin mætast á sunnudaginn. Feykir tók stöðuna með Guðna Þór Einarssyni í þjálfaragengi Stólanna og hann segir að leikurinn verði lagður upp svipað og gegn Selfossi um síðustu helgi.
Meira