Fréttir

"Við erum öll Skagfirðingar"

Í gær, fimmtudaginn 26. ágúst, voru haldnir tveir íbúafundir um sameiningarviðræður milli Sveitarfélagsins Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrri fundurinn fór fram í Menningarhúsinu Miðgarði og var ætlaður fyrir íbúa Svf. Skagafjarðar, og sá seinni fór fram í Héðinsminni ætlaður fyrir íbúa Akrahrepps.
Meira

Leynileg hjólabraut í Skógarhlíðinni

Fyrir skömmu varð vart við óvænta stígagerð í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkrók en þar höfðu ungir og framtakssamir drengir græjað sér hjólabraut fyrir fjallahjólabrun. Nýttu þeir tilfallandi efni, sprek, greinar og jarðveg í nágrenninu og drógu timbur að, sem virðist vera pallaefni, í smíðina.
Meira

Enn gilda 200 manna fjöldatakmarkanir og eins metra nálægðartakmörk

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýjar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti en fjöldatakmarkanir miðast enn við 200 manns og reglur um eins metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.
Meira

Fjórir framboðslistar Frjálslynda lýðræðisflokksins birtir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem fengið hefur listabókstafinn O fyrir alþingiskosningarnar 25. september nk. hefur birt fjóra framboðslista; í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboðslistarnir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi verða birtir í næstu viku.
Meira

Haukur Skúlason hættur

Haukur Skúlason er hættur sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla í fótbolta en greint var frá því í dag í hlaðvarpinu Ástríðan sem fjallar um neðri deildir Íslandsmóts karla. Atli Jónasson mun taka við Hauki út tímabilið en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira

Loftslagsbúskapur á Fjarðarhorni í Hrútafirði

Fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefninu sem íslenskt fyrirtæki ræðst í hefur verið valinn staður á Fjarðarhorni í Hrútafirði en þar verða næstu 50 árin bundin um 90.000 tonn af koltvísýringi í nýjum skógi sem ræktaður verður á 250 hekturum lands. Í tilkynningu frá Skógræktinni segir að ræktun og umhirða skógarins muni skapa atvinnutækifæri í byggðarlaginu auk þess sem tún verði áfram nýtt til landbúnaðar og hús á jörðinni fyrir vaxandi hóp starfsfólks í Staðarskála.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2021

Nú þegar liðið er á seinni part sumars styttist óðum í haustið með tilheyrandi fjár- og stóðréttum. Bændablaðið hefur tekið saman dag- og tímasetningar á réttum landsins og hér að neðan má sjá yfirlit yfir réttir á Norðurlandi vestra.
Meira

Valur númeri stærri en Stólar

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gær er þær lögðu Tindastól á heimavelli sínum á Hlíðarenda með sannfærandi hætti og miklu markaregni. Áður en yfir lauk höfðu Valsarar sent boltann sex sinnum í mark Stóla sem náðu þó að svara fyrir sig með einu marki úr víti í lokin.
Meira

Laugavegur í Varmahlíð

Þann 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni þar sem hann skrifaði um að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd.
Meira

Baráttan við Álftanes leggst vel í Ingva Rafn

Síðasta umferðin í 4. deild karla fór fram um síðustu helgi og þá varð ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nú á föstudaginn. Lið Kormáks/Hvatar hafði þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina og hefur spilað vel í sumar. Lið Húnvetninga fær hins vegar verðugt verkefni í átta liða úrslitum en þá etja þeir kappi við lið Álftaness og fer fyrri leikur liðanna fram á Blönduósi á morgun, 27. ágúst, og hefst kl. 18:00. „Ég held að það megi búast við skemmtilegri viðureign tveggja góðra liða þar sem allt getur gerst. Ef við mætum klárir þá hef ég ekki miklar áhyggjur,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar, í spjalli við Feyki.
Meira