Fréttir

Selatalningin mikla á sunnudaginn

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga verður haldin sunnudaginn 25. júlí nk. Allir er hvattir til að taka þátt og með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.
Meira

Sauðá opnar í dag

Klukkan 18:00 í dag verða dyrnar í Sauðá opnaðar fyrir almenningi í fyrsta sinn. Um er ræða nýjan veitingastað í minni Sauðárgils sem Feykir fjallaði nánar um fyrr í vikunni.
Meira

Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann. Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.
Meira

Stefnt að úthlutun lóða í Varmahlíð með haustinu

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Varmahlíð og margir hafa sótt um þær lóðir sem auglýstar hafa verið nýverið. Í ljósi þess áhuga hefur verið ákveðið að hraða deiluskipulagi og hönnun lóðar eins og hægt er. Stefnt er að því að úthluta nýjum lóðum með haustinu.
Meira

Melló Músíka í kvöld

Það verður mikil tónlistarveisla í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld þegar að Melló Músíka fer fram. Um er að ræða lið í Eld í Húnaþingi þar sem heimafólk úr Húnaþingi vestra treður upp og flytur fjölbreytt lög. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló Músíka.
Meira

Verðlaunavagn Silla kokks staddur á Sauðárkróki - Allt íslenskt

Undanfarin tvö sumur hefur veitingavagn undir heitinu Silli kokkur verið staðsettur fyrir utan bílaverkstæði Gylfa Ingimarssonar á Sauðárkróki. Um verðlaunavagn er að ræða því Silli Kokkur hefur verið valinn Götubiti ársins tvö ár í röð, í fyrra og nú í ár. Á bakvið vagninn stendur Sigvaldi Jóhannesson (Silli kokkur sjálfur) og kona hans Elsa Blöndal Sigfúsdóttir en hún er einmitt hreinræktaður Skagfirðingur, dóttir Vigdísar Blöndal Gunnarsdóttur og Sigfúsar Sigfússonar.
Meira

Nýr Þverárfjallsvegur í Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá boðnir út

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í eftirlit með byggingu nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, um 3,3 km að lengd.
Meira

Stólastúlkur úr fallsæti eftir seiglusigur á Árbæingum

Tindastóll og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna á Króknum í gær. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og úr varð sæmilegasti naglbítur en eftir að Stólastúlkur náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik minnkuðu Fylkisstúlkur muninn í síðari hálfleik og sóttu hart að marki Tindastóls á lokakaflanum. Gestirnir náðu þó ekki að jafna og lið Tindastóls fagnaði dýrmætum sigri og lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. Lokatölu 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Ástrós Elísdóttir ráðin til SSNV

SSNV hefur ráið Ástrós Elísdóttur til sín sem verkefnisstjóra sóknaráætlunar landshlutans og atvinnuráðgjafa. Greint er frá ráðningunni á heimasíðu SSNV. Ástrós er með MA próf í ritlist frá Háskóla Íslands, BA próf í leikhúsfræður frá Listadeild Háskólans í Bologna, viðbótardiplomanámi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og leiðsögumannanámi frá Leiðsöguskóla Íslands.
Meira

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins

Helga Rós Indriðadóttir, sópransöngkona, söng á stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins sem haldnir voru sunnudaginn 18. júlí síðastliðinn. Fór hún á kostum ásamt píanóleikaranum Evu Þyri Hilmarsdóttur en þær fluttu mjög fjölbreytt lagaval, allt frá hugljúfum íslenskum vor- og sumarljóðum til þekktra aría.
Meira