Að fá að vinna með gullborgurum við hannyrðir er eins og að vinna í lottói
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.07.2021
kl. 14.10
Sigríður Hrönn Bjarkadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í þættinum að þessu sinni. Sigríður er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Blönduóss 1980 ásamt eigimanni og tveimur sonum. Í dag eru synirnir orðnir fjórir og barnabörnin níu, búsett í Reykjavík, Noregi og Barcelona. Handavinna hefur alltaf verið stór þáttur í lífi Sigríðar sem segist hafa hlotið mjög góða og fjölbreytta kennslu í barnaskóla. Sigríður hefur séð um félags og tómastundarstarfið í á Blönduósi í 22 ár. „Ég tel mig hafa unnið í lottói að fá að vinna með gullborgurum á staðnum við þaðsem ég elska að gera, hannyrðir,”segir Sigríður.
Meira
