Fréttir

Að fá að vinna með gullborgurum við hannyrðir er eins og að vinna í lottói

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í þættinum að þessu sinni. Sigríður er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Blönduóss 1980 ásamt eigimanni og tveimur sonum. Í dag eru synirnir orðnir fjórir og barnabörnin níu, búsett í Reykjavík, Noregi og Barcelona. Handavinna hefur alltaf verið stór þáttur í lífi Sigríðar sem segist hafa hlotið mjög góða og fjölbreytta kennslu í barnaskóla. Sigríður hefur séð um félags og tómastundarstarfið í á Blönduósi í 22 ár. „Ég tel mig hafa unnið í lottói að fá að vinna með gullborgurum á staðnum við þaðsem ég elska að gera, hannyrðir,”segir Sigríður.
Meira

Zetorinn hans Sigmars í Lindabæ

Það þekkja eflaust margir til hans Sigmars Jóhannssonar í Lindabæ í Skagafirði en hann hefur haft mikinn áhuga á dráttarvélum og búminjum um langa tíð og var hans fyrsta vél Farmal Cub dráttarvél sem fylgdi bæði sláttuvél og plógur.
Meira

Skýrsla um smávirkjanakosti á Norðurlandi

Út er komin skýrslan Norðurland, kortlagning smávirkjanakosta, sem unnin er af Verkfræðistofunni Vatnaskilum fyrir Orkustofnun. Eru þar skoðaðir hugsanlegir virkjanakostir í sveitarfélögunum á Norðurlandi. Í inngangi skýrslunar kemur fram að nú hafi verið kortlagðir hafi verið 532 smávirkjanakostir á Norðurlandi en ekki tiltekið hversu margir þeirra eru á Norðurlandi vestra.
Meira

Leikmenn Kormáks/Hvatar á eldi ... í Húnaþingi

Lið Kormáks/Hvatar og Vatnalilja mættust í 11. umferð D-riðils 4. deildar á Hvammstanga í gær og má segja að heimamenn hafi verið á eldi – gerðu fimm mörk án þess að gestirnir úr Kópavogi gætu svarað fyrir sig. Önnur úrslit urðu til að bæta enn stöðu Húnvetninga í baráttunni um sæti í úrslitakeppni.
Meira

Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.
Meira

Hundadagar :: Leiðari Feykis

Hundadagar hófust í síðustu viku, þann 13. júlí, og standa til 23. ágúst nk. eða í sex vikur sléttar og marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli jarðar. Margir telja nafnið tilkomið vegna Jörundar hundadagakonungs en það er reginmisskilningur. Hið rétta er að nafnið er komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja sem settu sumarhitana í samband við stjörnuna Síríus, sem Íslendingar kölluðu hundastjörnuna og mun vera bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Stóri-hundur sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum.
Meira

Gestrisnin í fyrirrúmi hjá Tindastólsmönnum

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls er nú í bullandi fallbaráttu og það var því skarð fyrir skildi að nokkra sterka leikmenn vantaði í hópinn í dag. Heimamenn grófu sér sína eigin gröf með því að gefa þrjú mörk á sjö mínútna kafla í upphafi leiks og þrátt fyrir að spila á löngum köflum ágætan fótbolta voru Tindastólsmenn aldrei líklegir til að krafsa sig upp. Lokatölur 1–4 fyrir Garðbæinga.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

Ég er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð og flutti til Skagastrandar um vorið 1994 ásamt manni mínum, Guðmundi Finnbogasyni, og þremur börnum. Ég starfa við félagsstarfið á Skagaströnd og sinni gæslu við sundkennslu þegar hún er í gangi. Ég er mikið fyrir hannyrðir og prjóna mikið á barnabörnin, þau eru orðin sex að tölu. Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Samkomutakmarkanir vegna Covid taka gildi á miðnætti

Það fór eins og reiknað var með að ríkisstjórnin ákvað að grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Megininntak aðgerðanna er í takt við tillögur sóttvarnalæknis og líkt og óttast var eru samkomutakmarkanir meginefni aðgerðanna; hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi. Reglurnar taka gildi á miðnætti sunnudaginn 25. júlí – eftir tíu klukkustundir.
Meira

Samningur við GN ehf. um akstur fyrir aldraða og þá sem þurfa hjólastól

Byggðarráð Blönduósbæjar fól sveitarstjóra á fundi sínum þann 22. júlí sl. að gera rammasamning við GN ehf. um akstur bæði fyrir aldraða og þá sem þurfa hjólastólaaðgengi.
Meira