Fréttir

Opið hús í tilefni að 20 ára afmæli Veraldarvina

Í tilefni að 20 ára afmæli sjálfboðaliðasamtakanna Veraldarvina er opið hús í gamla símstöðvarhúsinu að Brú helgina 16. – 18. júli frá 12:00 – 18:00.
Meira

Þórir á Lækjamóti sæmdur Gullmerki LH

Á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fór um liðna helgi var Þórir Ísólfsson sæmdur Gullmerki Landssambands Hestamanna (LH) við hátíðlega athöfn.
Meira

Systkinabarátta á meistaramóti GSS

Meistaramóti Golfklúbbs Skagafjarðarlauk sl. laugardag með sigri Arnars Geirs og Önnu Karen Hjartarbörnum en leikið var frá miðvikudegi í nokkrum flokkum. Arnar og Anna eru ekki óvön að taka á móti bikurunum og meistaranafnbótinni því þau voru ríkjandi meistarar. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, tóku um 40 manns þátt í blíðu veðri sem var skemmtileg tilbreyting frá fyrri mótum.
Meira

Myndasyrpa frá Smábæjarleikunum 2021

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fóru fram um liðna helgi. Á mótið voru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu. Mótið tókst afbragðsvel og sáust mikil tilþrif hjá fótboltastjörnum framtíðarinnar.
Meira

Plast, plast, plast og aftur plast :: Áskorendapenni, Lilja Jóhanna Árnadóttir, Blönduósi

Það eru efalaust margir á mínum aldri sem muna eftir laginu Lax, lax, lax og aftur lax sem flutt var af Guðmundi Jónssyni og heyrðist oft í útvarpinu þegar mín kynslóð var að að alast upp. Lagið fjallar um mann sem hefur mikla ánægju af laxveiði, jafnvel haldinn laxveiði áráttu og sleppir ekki tækifæri til þess að veiða ef nokkur kostur gefst.Ég hef aldrei verið laxveiðikona, hef reyndar aldrei á ævi minni veitt lax og þekki þar af leiðandi ekki þá ánægju sem örugglega fylgir því að setja í myndarlegan lax en kannski má segja að ég sé orðin plastveiðikona sem gríp upp plast ef nokkur kostur er.
Meira

Gleðisprauta beint frá Bíldudal

Herra Hundfúll hefur alveg gaman að tónlist og nú á föstudaginn horfði hann á þáttinn Tónaflóð sem Sjónvarp allra landsmanna sýndi í beinni frá Bíldudal. Þar fóru Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar fyrir hljómsveitinn Albatross sem fékk til sín góða gesti á hringferð um landið. Að þessu sinni voru það GDRN og Emmsé Gauti sem tróðu upp ásamt gullmolunum Ladda og Röggu Gísla sem virðast eiga hvert bein í landsmönnum skuldlaust. Atriðið þar sem Glámur og Skrámur heimsækja Sælgætisland átti eiginlega alls ekki að geta gengið upp en stundum gerast galdrar – þetta var þannig móment og sama hvort fólk sat hugfangið í félagsheimilinu í Bíldudal eða bara heima fyrir framan imbakassann þá létu flestir töfrast þessa kvöldstund. Gleðisprauta beint í hjartað. Takk fyrir það!
Meira

Tap í bragðlitlum leik gegn Þrótti

Stólastúlkum hefur lengi gengið brösuglega að ná í góð úrslit gegn liði Þróttar í Reykjavík og það varð engin breyting á því í gærdag þegar liðin mættust á Eimskipsvellinum í 10. umferð Pepsi Max deildarinnar. Eitt mark heimastúlkna í sitt hvorum hálfleiknum dugði til að leggja lið gestanna sem komu boltanum ekki í mark andstæðinganna að þessu sinni. Lokatölur því 2-0 fyrir Þrótt.
Meira

Sænski landsliðsmaðurinn Thomas Masssamba til liðs við Stólana

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Thomas Massamba um að leika með meistaraflokki karla næsta tímabil. Thomas Massamba er sænskur landsliðsmaður sem var byrjunarliðsmaður fyrir Svía í síðasta landsliðsglugga. Hann er bakvörður með mikla reynslu og mest þekktur fyrir að spila góðan varnarleik, leikskilning og leiðtogahæfni.
Meira

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Þjóðleiðir Íslands

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á.
Meira