Fréttir

Nýir og endurnýjaðir samningar hjá meistaraflokki kvenna í körfu

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við nýja og efnilega leikmenn, sem og endurnýjað samninga í meistaraflokki kvenna.
Meira

Sauðá opnar á fimmtudaginn

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem keyrir upp sjúkrahúsbrekkuna á Króknum að framkvæmdir hafa átt sér stað í og við gömlu hlöðuna sem stendur við rætur Sauðárgils og Litla-Skóg. Það eru þau Magnús Freyr Gíslason, arkitekt, Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kennari og Róbert Óttarsson, bakari sem standa á bakvið framkvæmdirnar, en þar er að búið að koma upp veitingastað sem mun opna núna á fimmtudaginn 22. júlí næstkomandi.
Meira

Anna Karen í þriðja sæti í unglingamótaröð GSÍ

Frábært veður var báða dagana sem unglingamótaröð GSÍ fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 17. – 18. júlí sl. Mikill vindur var þó fyrstu 13 holurnar seinni daginn, sem gerði keppnina mjög krefjandi og einnig var hitinn mikill á meðan keppni stóð, á milli 23-24 gráður. Anna Karen Hjartardóttir í Golfklúbbi Skagafjarðar stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á 163 höggum.
Meira

Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Birgir Jónasson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem skipar hann í embættið.
Meira

Tombóla til styrktar Barnaspítala Hringsins í Skaffó

Blaðamaður Feykis datt nú heldur betur í lukkupottinn þegar hann þurfti að hverfa frá vinnu til þess að kaupa frumbók fyrir móður sína. Leiðin lá í Skagfirðingabúð þar hann rakst á tombólu og stóðst ekki mátið. Dreginn var miði númer fimm sem vísaði á forláta kaffikvörn sem undirritaður var heldur betur ánægður með.
Meira

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í torfvegg

Það fór betur en á horfðist föstudaginn 16. júlí sl. þegar eldur kom upp í torfvegg umhverfis safnasvæðið í Glaumbæ. Að öllum líkindum hafði verið slökkt í sígarettu í veggnum og urðu starfsmenn safnsins varir við eldsupptökin og náðu að komast fyrir frekari skemmdir með því að stinga úr veggnum þann part sem glóð var í.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Lið Tindastóls flörtar við fjörðu deildina

Síðastliðinn laugardag skunduðu liðsmenn Tindastóls austur á Hérað þar sem þeir hittu fyrir topplið Hattar/Hugins í 12. umferð 3. deildar á Villa Park. Ekki þurftu Stólarnir að óttast það að vera stöðvaðir vegna öxulþunga fararskjótans því aðeins 14 kappar héldu austur að meðtöldum þjálfara en aðstoðarþjálfarar liðsins voru báðir í hóp. Mörk frá heimamönnum í sitt hvorum hálfleik dugðu til 2-0 sigurs og tryggði stöðu þeirra á toppi deildarinnar en tapið sendi Tindastólsmenn í fallsæti.
Meira

Húnvetningar bitu Úlfana af sér

Lið Kormáks/Hvatar komst aftur á sigurbraut í 4. deildinni nú um helgina eftir fíngert hikst í síðustu umferð gegn toppliði D-riðils. Það voru Úlfarnir úr Safamýri sem mættu til leiks á Húnavöku og gerðu heimamönnum erfitt fyrir. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu 2-1, og styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira