Fréttir

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Feykir óskar öllum gleðilega hátíð á þjóðhátíðardegi þjóðarinnar 17. júní. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, forseta en fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911.
Meira

Kjörstaður vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins er í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki

Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga vill taka fram vegna prófkjörs sem nú stendur yfir hjá Sjálfstæðisflokknum á Norðurlandi vestra að kjörstaður á Sauðárkróki er í Verknámshúsi Fjölbrautaskólans við Sæmundahlíð.
Meira

Harbour restaurant & bar opnar á Skagaströnd á morgun, 17. júní

Harbour restaurant & bar er staðsettur í gömlu iðnaðarhúsi á höfninni á Skagaströnd og mun opna á morgun, 17. júní. Eigendur staðarins eru systkinin Stefán Sveinsson og Birna Sveinsdóttir ásamt mökum sínum þeim Hafdísi Hrund Ásgeirsdóttur og Slavko Velemir. Matseðillinn á Harbour verður fjölbreyttur; smáréttir, fiskur, lambakjöt, salat, pizzur og hamborgarar. Lögð er mikil áhersla á að vinna mest með hreinar afurðir beint frá býli og bryggju.
Meira

Fundir vegna deiliskipulags í gamla bænum við Blönduós

Þann 29. júní nk. hyggst Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar ásamt skipulagsráðgjafa frá Landmótun bjóða einstaklingum og/eða hópum upp á viðtöl vegna deiliskipulags í Gamla bænum.
Meira

Margrét Rún valin í U16 ára landsliðshópinn

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn frá 13 félögum til að taka þátt í æfingum á Selfossi í næstu viku og er Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður 3. flokks Tindastóls, þar á meðal.
Meira

Byrðuhlaup og 17. júní hátíðarhöld að Hólum í Hjaltadal

Á morgun 17. júní verður árlega Byrðuhlaupið haldið samhliða 17. júní hátíðarhöldum að Hólum í Hjaltadal. Keppt verður um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2021. Hlaupið hefst klukkan 11:00 við Grunnskólann á Hólum og verður þaðan gengið eða hlaupið upp í Gvendarskál. Keppt verður í barnaflokki (13 ára og yngri) og fullorðinsflokki. Það verður frítt í hlaupið, allir velkomnir og í Gvendarskál verður boðið upp á hressingu.
Meira

Gæðingamót Þyts og úrtökumót Neista og Þyts

Gæðingamót Þyts og úrtökumót Neista og Þyts fór fram um seinustu helgi á Hvammstanga. Fram komu sterkir hestar og knapar. Neisti tók aðeins þátt í forkeppninni sem var úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, en Neista menn halda sitt gæðingamót á Blönduósi um næstu helgi. Þytur á Hvammstanga var að taka nýjan völl til notkunar á mótinu og í tilefni af því var boðið upp á grillveislu að lokinni forkeppni á laugardeginum.
Meira

Textílbókverkasýningin Spor opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu

Bókverkasýningin SPOR | TRACES var opnuð sl. sunnudag í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi en þar er um samsýningu listamanna frá fimm löndum að ræða. Fyrir verkefninu fer bókverkahópurinn ARKIR, sem telur ellefu íslenskar listakonur, en leiðir þátttakenda í sýningunni lágu saman í gegnum áhuga þeirra á þessu tvennu: bókverki og textíl.
Meira

Ísak Óli og Sveinbjörn Óli valdir í landsliðið fyrir Evrópubikar landsliða í frjálsum íþróttum

Evrópubikar landsliða verður haldin dagana 19.-20. júní í Stara Zagora í Búlgaríu. Ísland er í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum. Skagfirðingirnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson eru á meðal þeirra sem valdnir eru í landsliðhópinn.
Meira

Beinin sem sem fundust á Skaga reyndust ekki vera mannabein

Í gær fundust bein í fjörunni við bæinn Víkur á Skaga sem talinn voru vera mannabein. Ábúandi á bænum tilkynnti um fundinn og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að leita umhverfis fjöruna.
Meira