Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð vegna ársins 2021 en umsóknir skulu fram með rafrænum hætti á síðunni og skal skilað inn eigi síðar en 8. júlí nk. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
Meira

Listi VG samþykktur í Norðvesturkjördæmi

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira

Sveitastjórnarstigið er hugsað til þess að þjóna nærsamfélaginu

Ólafur Bjarni Haraldsson er að eigin sögn bóndasonur af Langholtinu sem álpaðist á sjó. Ólafur er sonur Hadda og Ragnheiðar í Brautarholti, lærður smiður og stýrimaður og starfar sem sjómaður á Málmey SK1 og sveitastjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir Byggðalistann. Í dag er Ólafur búsettur á Hofsósi með sambýliskonu sinni Wioletu Zelek.
Meira

Eiga eftir að slefa inn í meistaradeild - Liðið mitt Baldur Þór Ragnarsson

Baldur Þór Ragnarsson hefur staðið í ströngu í vetur sem þjálfari Domino´s liðs Tindastóls í körfubolta en leiktíðin hefur verið ansi snúin á marga vegu. Covid hefur sett nokkur strik í reikninginn og gengi liðsins að margra mati ekki nógu gott. Komst liðið þó í úrslitakeppnina og fékk þann andstæðing sem enginn vildi mæta í fyrstu rimmu þeirrar keppni, deildarmeisturum Keflavíkur. Þrátt fyrir góða baráttu Stólanna náðu þeir ekki að vinna leik og eru því komnir í sumarfrí en vissulega var möguleikinn alltaf fyrir hendi. Skorað var á Baldur að svara spurningum í Liðinu mínu og lét hann til leiðast þrátt fyrir annasama daga undanfarið.
Meira

Tindastólsdrengir fundu taktinn

Tindastólsdrengir náðu í sinn fyrsta sigur í dag þegar að þeir sigruðu lið KH úr Hafnafirði 4:0. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki. Með sigrinum kom Tindastóll sér úr fallsæti í 3. deildinni en ÍH situr áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Sveðjustaðir í Miðfirði (Sveigisstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Þetta er vafalaust breytt nafn frá því upprunalega, þótt nú sje það svo algengt að annað þekkist ekki og þannig er það í yngstu jarðabókunum (sjá J., Ný Jb.). Fyrsta vitni er landamerkjabrjef milli Svertingsstaða og Sveðjustaða frá árinu 1478 og frumskjalið er til á skinni (DL VL 137).
Meira

The phoenix factor – Fönix áhrifin

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Nes listamiðstöð bjóða til fyrirlesturs breska fræðimannsins David Kampfner, frá Háskólasetri Vestfjarða, í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd mánudaginn 14. júní kl. 17. Fyrirlestur Davids nefnist Finding the Phoenix Factor: Industrial Heritage Conservation in Iceland.
Meira

Fjöldatakmarkanir rýmkaðar og nándarreglan styttist

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að á sitjandi viðburðum verði engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira

Mannvistarleifar frá 10. öld finnast á Höfnum á Skaga

Í landi Hafna á Skaga var eitt sinn stór verstöð líklega frá landnámi og fram eftir öllum öldum og í gegnum tíðina hafa verið verbúðir á nokkrum stöðum eftir ströndinni í landi Hafna, m.a. við Rifsbúðir, Innri-Þrándarvík og á nesjunum beggja vegna Grútarvíkur og Sandvíkur. Sjórinn hefur brotið mikið af landinu á þessum stað og valdið miklum skemmdum á þeim minjum sem þarna eru og núna hefur gamall öskuhaugur komið í ljós sem stendur opinn. Í öskuhaugnum má greina gjóskulag frá árinu 1104 og eru mannvistarleifar bæði undir því og yfir sem og yfir öðru gjóskulagi sem er líklega frá 1300.
Meira