Fréttir

Stríðinn klaufabárður

Það er eitthvað svo krúttlegt við að fylgjast með Dachshundi trítla með eiganda sínum í göngutúr um götur bæjarins að mann langar ekkert annað en að heilsa upp á þennan fallega hund sem elskar að fá athyggli og klapp. Dachshund eða langhundur eins og hann er kallaður á Íslandi var fyrst ræktaður til veiða á kanínum en varð svo vinsælt gæludýr meðal kóngafólks. Í dag er þessi tengud á meðal tíu vinsælustu hundategunda í heiminum. Þeir eru þekktir fyrir stuttar lappir og langan búk sem sumum þykir minna helst á pylsu en þrátt fyrir að vera smágerðir eru þeir mjög kraftalega vaxnir.
Meira

Íbúafundir í Austur-Húnavatnssýslu fara fram í maí og júní

Áætlað var að halda íbúafundi, vegna sameiningarkosninganna í Austur-Húnavatnssýslum, í Húnavatnshreppi og Skagabyggð í lok apríl, en þeim hefur nú verið frestað til loka maí og byrjun júní vegna aðstæðna og þróunar heimsfaraldursins. Á Húnvetningi.is segir að fundirnir muni fara fram að sauðburði loknum en kynningarbæklingi verður dreift í öll hús um miðjan maí.
Meira

Bjarni Jónsson sigraði í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Um helgina fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi oddviti listans í kjördæminu endaði í öðru sæti. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að valið hafi verið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Meira

Allir með sitt hlutverk í framleiðslunni

Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson búa á bænum Birkihlíð í Skagafirði. Þar reka þau Birkihlíð kjötvinnslu – Brjáluðu gimbrina, í gamla fjósinu sínu, og var það nafn til sem skírskotun til ástandsins í sauðfjárræktinni. Þar eru þau búin að koma sér upp fullbúinni kjötvinnslu og eru að vinna í því að klára aðstöðu þar við hliðina þar sem verður löggilt eldhús. Einnig eru þau að vinna í því að koma sér upp lítilli búð fyrir framan kjötvinnsluna því fólk sækir mjög í að heimsækja þau til að kaupa sér kjöt í matinn.
Meira

„Tilfinning að frumsýna leikrit er alltaf mögnuð,“ segir Sigurlaug Dóra, formaður LS

Það þykir tíðindum sæta að Leikfélag Sauðárkróks skuli ekki frumsýna Sæluvikustykkið í upphafi menningarvikunnar eins og hefð er fyrir hvað þá að engin sýning verði í vikunni. Það á sér þó sínar skýringar sem kenna má sóttvarnareglum og Covid-ástandi í vetur. Feykir lagði spurningar fyrir formanninn og byrjaði á að forvitnast um ástæður þess að frumsýnt sé eftir hina eiginlegu Sæluviku.
Meira

Sigurleikur í Kjarnafæðismótinu

Leikið var í Kjarnafæðismótinu í dag, eftir næstum tveggja mánaða pásu, en þá héldu Stólastúlkur norður á Akureyri þar sem leikið var við sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis – eða semsagt Austfirðinga. Lið Tindastóls var 4-0 yfir í hálfleik en úrslitin þegar upp var staðið öruggur 6-1 sigur og ágætis veganesti í leikinn gegn Þór/KA sem fram fer í næstu viku en það er (kannski) síðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Hömrunum frá Akureyri í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla en leikið var á Sauðárkróksvelli í dag. Eftir góða byrjun urðu Húnvetningar að bíta í það súra epli að fá á sig þrjú mörk í síðari hálfleik og tapaðist leikurinn 2-3. Lið Kormáks Hvatar því úr leik þetta sumarið.
Meira

Stelpurnar með góðan sigur á liði Stjörnunnar í Síkinu

Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Garðbæingar fóru illa með Stólastúlkur á sínum heimavelli fyrr í vetur en ófaranna var hefnt því lið Tindastóls átti ágætan leik og sigraði 83-66 eftir að hafa haft yfirhöndina nær allan leikinn.
Meira

Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum - Tónleikar í Sæluviku

„Aldeilis, sérdeilis frábært að geta loksins deilt svona viðburði,“ skrifar Hulda Jónasdóttir, tónleikahaldari, á Facebooksíðu sína en framundan eru tónleikar í Sæluviku; Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum. Flutt verða lög eftir þrettán skagfirskar tónlistarkonur í nýjum tónleikasal Gránu Bistro á Sauðárkróki, laugardaginn 1. maí.
Meira

Nándin - Áskorandapenni Sofia B. Krantz, sálfræðingur og bóndi í Víðidalstungu 2

Ég þakka Sigríði Ólafsdótt Hvað er nánd? Guðbrandur Árni Ísberg gaf út bókin „Í nándinni – Innlifun og umhyggja“ árið 2013. Nánd má lýsa sem taugafræðilegt, lífeðlislegt og tilfinningalegt ástand, þar sem við getum verið við sjálf, sagt það sem okkur raunverulega finnst og gert það sem okkur raunverulega langar að gera. Eins og við öll vitum þá er það ekki alltaf sjálfsagt, einfalt mál. Hvað þarf til þess? Hvað getur staðið í vegi?ur kærlega fyrir áskorunina og tek undir með henni. Samfélagið okkar er virkilega magnað. Ég er fullviss um að nándin skiptir hér miklu máli.
Meira