Fréttir

Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og vegan Oreo ostakaka

Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og hérna kemur uppskrift af einum geggjuðum vegan hamborgara ásamt vegan Oreo ostaköku. Mæli með að prufa...
Meira

Gagnrýna Umhverfisstofnun fyrir seinagang í bensínmengunarmálinu

RÚV segir frá því að byggðarráð Skagafjarðar gagnrýni Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Þó brátt séu liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi, með þeim afleiðingum að fjölskylda handan götunnar varð að flytja úr húsi sínu og veitingastað við hliðina var lokað, er rannsókn enn ekki lokið. „Og ég útiloka ekki að það séu fleiri fasteignir sem hafa lent þarna undir. Og svo við, sveitarfélagið sem eigandi lóða og gatna á svæðinu, við þurfum náttúrulega að gæta okkar hagsmuna einnig,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.
Meira

Tap í fyrsta æfingaleik eftir kófpásu

Stólastúlkur halda áfram að undirbúa sig fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni. Eftir þriggja vikna kófpásu hófust æfingar á fullu nú í vikunni og í dag fengu stelpurnar spræka Seltirninga í heimsókn en lið Gróttu spilar í 1. deildinni. Þær reyndust engu að síður sterkara liðið í dag og unnu sanngjarnan 1-3 sigur.
Meira

Alþjóðleg rannsókn á íslenskum hestaviðburði – Ný bók um Landsmót hestamanna

Út er komin bókin Humans, Horses and Events Management, sem fjallar um hestaviðburði og samskipti manns og hests (e. human-horse relations). Bókin er gefin út af CABI Publisher og er einstök að tvennu leyti. Annars vegar er þetta fyrsta bók sinnar tegundar sem fjallar um hestaviðburði sérstaklega og hins vegar hefur hún þá sérstöðu í viðburðastjórnunarfræðum að fjalla um einn ákveðinn viðburð frá mörgum sjónarhornum.
Meira

Ingvi Rafn ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem spilandi þjálfara liðsins leiktímabilið 2021 í stað Tryggva Guðmundssonar sem leystur var undan samningi fyrir stuttu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að Ingva þurfi ekki að kynna í löngu máli fyrir íþróttaaðdáendum á Norðurlandi vestra, enda meðal leikja- og markahæstu leikmönnum í sögu Kormáks Hvatar.
Meira

Klæjar í tærnar!

Nýlega kynnti knattspyrnudeild Tindastóls nýtt þjálfarateymi meistaraflokks karla í fótboltanum en þjálfari er Haukur Skúlason en honum til aðstoðar er Konráð Freyr Sigurðsson. Feykir sendi Hauki nokkrar spurningar og segir hann það leggjast vel í sig að taka við liði Tindastóls. „Ég hef ekki þjálfað núna í nokkur ár og get alveg viðurkennt að mig hefur alveg klæjað í tærnar stundum þegar ég hef verið að mæta á leiki hjá karla- og kvennaliðinu síðustu ár. Það er bara eitthvað svo geggjað að vinna fótboltaleiki þegar liðið hefur lagt vinnuna á sig – hrein gleði!
Meira

Grillað folaldafille með fíneríi

Matgæðingur í tbl 3 á þessu ári var Ragnar Heiðar Ólafsson, sonur Ólafs Jónssonar og Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur sem eru oft kennd við Helluland í Hegranesinu. Ragnar býr á Hvammstanga og er umsjónamaður Félagsheimilisins í þeim fallega bæ.
Meira

Hallgerður skrifar undir hjá Stólastúlkum

Samkvæmt heimildum Feykis hefur Hallgerður Kristjánsdóttir skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun spila með Stólastúlkum í Pepsi Max í sumar. Hallgerður er uppalin í Val en eins og stuðningsmenn Tindastóls muna þá kom hún að láni á Krókinn síðasta sumar og spilaði með liði Tindastóls fram í júlí en þá skaust hún í skóla til Hawaí – fór semsagt af einum hitabeltisstaðnum í annan! Já og svo er leikur á morgun...
Meira

Lemon opnaði á Króknum í gær

Sjötti Lemon staðurinn á landinu opnaði á Sauðárkróki í gær en hann er staðsettur á Aðalgötu 20b, þar sem Þreksport var áður til húsa. „Það var yndisleg stund í morgun þegar Hjalti Vignir Sævaldsson, sem dreginn var út sem fyrsti viðskiptavinurinn, mætti og opnaði formlega staðinn fyrir okkur,“ segir á Facebook-síðu staðarins.
Meira

Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar

Föstudagsþáttur Viðreisnar í dag verður helgaður Norðvesturkjördæmi og er yfirskrift þáttarins „Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar“. Oddviti Viðreisnar í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar, Guðmundur Gunnarsson, fær til sín góða gesti til þess að ræða það sem brennur á íbúum. Gestir Guðmundar verða þau Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Pétur G. Markan, fyrrverandi bæjarstjóri Súðavíkurhrepps og fyrrverandi formaður Vestfjarðarstofu og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.
Meira