Sveitarstjórnarráðherra vill auka svigrúm sveitarfélaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2021
kl. 08.06
Húnahornið flytur frétt af því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Markmið frumvarpsins eru einkum þríþætt: Að auka svigrúm sveitarfélaga til að ráðast í auknar fjárfestingar, auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila í greiðsluerfiðleikum og að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað og tekið ákvarðanir við óvenjulegar aðstæður, m.a. á tímum heimsfaraldurs.
Meira
