Fréttir

Sungið fyrir starfsfólk Nýprents - Myndband

Hinn margrómaði Öskudagur er í dag og þrátt fyrir Covid komu margar furðuverur í afgreiðslu Nýprents á Sauðárkróki og sungu fyrir starfsfólk. Börn á öllum aldri mættu og þöndu raddböndin mismikið, einhverjir fóru styttri leiðina og sungu um gamla Nóa og Bjarnastaðabeljurnar eins og gengur en aðrir lögðu aðeins meira á sig og fóru með flóknari texta.
Meira

Endurhæfingarrými opna á Sauðárkróki

Tvö endurhæfingarrými á HSN Sauðárkróki verða opnuð þann 1. mars nk. en áætlað er að þeim fjölgi í fjögur næsta vetur. Að þessu verkefni hefur verið unnið í samvinnu Kristsnesspítala, endurhæfingardeildar SAk, og HSN með stuðningi heilbrigðisráðherra. Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands kemur fram að um sé að ræða rými fyrir eldri einstaklinga þar sem slitgigt er aðalvandamálið og ekki er þörf á sérhæfðri endurhæfingu.
Meira

Bókasafnið á Steinsstöðum sameinast Varmahlíðarstarfssöð

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar var tekið fyrir erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði um rekstur bókasafna í framhéraði Skagafjarðar og samþykkt að leggja niður starfsstöð bókasafnsins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars nk.
Meira

Alþjóðleg verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli

Á heimasíðu MAST kemur fram að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) kalli eftir umsóknum í alþjóðlega verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli. Viðfangsefnið að þessu sinni er nýsköpun til að umbreyta matvælakerfum (e. „Innovation to transform food systems“).
Meira

Rúmlega 1000 skammtar af bóluefni til Norðurlands í dag

Í dag koma 1000 skammtar af Pfizer bóluefninu og tæplega 80 skammtar af Moderna bóluefninu til Norðurlands eftir því sem fram kemur á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en fyrr nefnda bóluefnið er ætlað fyrir seinni bólusetningu hjá þeim sem voru bólusettir 19. – 25. janúar. Á Hsn.is segir að Moderna bóluefnið verði meðal annars nýtt til að bólusetja starfsfólk heimahjúkrunar og starfsfólk í dagdvölum á Akureyri og í nærliggjandi byggðum og þeir skammtar nýttir fyrir vikulok. Hafa þá um 1520 manns verið bólusettir að fullu og 280 til viðbótar fengið fyrri skammt.
Meira

Veitum frelsi

Bændur hafa átt við ramman reip að draga um áratuga bil. Ferðaþjónustan var lyftistöng um stundarsakir en margir sitja þó eftir með sárt ennið þar sem innviðauppbygging er kostnaðarsöm og ekki er hægt að þjónusta fleiri, hækka veð eða selja fyrirtækið þegar viðskiptavinirnir eru erlendis. Ferðamennirnir halda sig heima. Það er gríðarlegur aðstöðumunur milli búgreina og mjólkurframleiðendur hafa með elju sinni náð að halda taktinum með þróuninni og sjálfvirknivætt rekstur sinn að hluta.
Meira

Búist við að bólusetning verði langt komin í lok júní

Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna sem öll eru með markaðsleyfi og komin í notkun hér á landi, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Mun þetta vera meira en áður var vænst.
Meira

Rekstrarleyfi fiskeldis endurnýjuð til tveggja aðila í Hjaltadal

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi til tveggja aðila vegna fiskeldis í Hjaltadal í Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Háskólann á Hólum og hins vegar Öggur á Kjarvalsstöðum sem er skammt utan Hólastaðar. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 2. nóvember 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2020.
Meira

Fjögur efnileg valin til þátttöku í úrtaksæfingum hjá KSÍ

Síðastliðinn laugardag fóru fram úrtaksæfingar Knattspyrnusambands Íslands hjá leikmönnum liða af Norðurlandi. Það voru leikmenn fæddir árið 2005 sem komu til greina og voru fjórir ungir og efnilegir leikmenn frá Tindastóli valdir til æfiinga, þrjár stúlkur og einn piltur.
Meira

Háspennulína slitnaði og lá yfir Hringveg 1 í Vestur Húnavatnssýslu

Búið er að opna Hringveg (1) á ný milli Miðfjarðar og Víðidals en honum var lokað um tíma í morgun þar sem háspennulína hafði slitnað og lá yfir veginn. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að veginum verður lokað á ný í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslínan sem nú er ótengd verður tengd á ný.
Meira