Fréttir

Rauðrófusúpa og skankar

Matgæðingur í 46. tbl. Feykis árið 2018 var Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, sem býr á Hvammstanga ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og syninum Maximus. Hallgrímur sagði að þau hefðu gaman af að elda alls kyns mat og gaf hann okkur spennandi uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.
Meira

Loftur Páll kominn í Pepsi Max með Breiðhyltingum

Skagfirski varnarjaxlinn Loftur Páll Eiríksson, sem leikið hefur með liði Þórs Akureyri síðustu árin, hefur skipt úr Lengju-deildinni upp í Pepsi Max en hann gekk í dag, samkvæmt frétt á mbl.is, frá félagaskiptum yfir í lið Leiknis Reykjavík. Leiknismenn hafa ekki leikið í efstu deild síðan sumarið 2015 en þeir voru í öðru sæti Lengju-deildarinnar þegar tímabilið var flautað af fyrir síðustu áramót.
Meira

Loksins leikið í Bifröst á ný

Eftir fimm vikna æfingatörn frumsýnir Nemendafélag Fjölbrautaskóa Norðurlands vestra (NFNV) söngleikinn Footloose í Bifröst í næstu viku og brýtur þar með ísinn sem Covid-ástandið frysti og lagði yfir allt leiklistarstarf í Skagafirði síðustu tvö misseri. Sóttvarnir eru þó hafðar í heiðri, tveggja metra reglan og grímuskylda.
Meira

Rennifæri í Stólnum langt fram á kvöld

Það er enginn lurkur í Skagafirði þrátt fyrir smá gadd, bara blíðan með sólgleraugum og öllu tilheyrandi. Skíðaáhugafólk ætti að geta rennt sér í paradísinni á skiðasvæði Tindastóls sem verður opið í dag frá 13-21.
Meira

100 milljónir í nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Meira

Eru Stólarnir rúgbrauð eða franskbrauð?

Lið Tindastóls fékk kanalausa Grindvíkinga í heimsókn í Síkið í gærkvöldi og niðurstaðan var góður sigur en lokatölurnar voru 88-81. Þrátt fyrir að Stólarnir hefðu haft yfirhöndina mest allan leikinn þá var það ekki fyrr en Jaka Brodnik skellti í sjö stiga syrpu á næst síðustu mínútu leiksins sem ljóst var að heimamenn myndu hirða stigin tvö sem í boði voru.
Meira

Útibú Arionbanka á Blönduósi lokar

Ákveðið hefur verið að sameina útibú Arion banka á Blönduósi við útbúið á Sauðárkróki og tekur breytingin gildi 5. maí næstkomandi, eftir því sem kemur fram í frétt á Húni.is. Í tilkynningu sem bankinn sendi viðskiptavinum sínum á Blönduósi segir að undanfarin ár hafi verið gerðar breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem lögð sé áhersla á gott aðgengi að stafrænum þjónustuleiðum.
Meira

Órion á rafíþróttamóti Samfés

Síðastliðinn föstudag tóku unglingar í Húnaþingi vestra þátt í rafíþróttamóti Samfés þar sem keppt var í CS:GO og Fortnite. Samtals kepptu sjö krakkar frá Húnaþingi vestra, fjórir í CS:GO og þrír í Fortnite. Lið Órions var skipað fjórum heimamönnum, auk varamanns frá Danmörku sem hoppaði inn með skömmum fyrirvara eftir að einn liðsmaður forfallaðist. Liðið hittist í Órion þar sem komið hafði verið upp tímabundnu tölvuveri fyrir keppnina.
Meira

Laufey Harpa valin í æfingahóp landsliðsins

Nýr landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Þorsteinn H. Halldórsson, hefur valið 26 leikmenn til að taka þátt í æfingum í næstu viku en allar stúlkurnar í hópnum leika á Íslandi. Einn leikmaður úr liði Tindastóls er í hópnum, Laufey Harpa Halldórsdóttir, en að öllum líkindum er hún fyrsti meistaraflokksleikmaðurinn sem er valinn í æfingahóp landsliðsins sem leikmaður Tindastóls.
Meira

Menntun og almúginn

Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði?
Meira