Hestar

Gamlar keppnisgreinar endurvaktar

Á föstudagskvöldið var haldið kappreiðamót á Sauðárkróki og um leið var boðið í grill þeim starfsmönnum sem unnu í sjálfboðavinnu á Landsmótinu og vormóti Skagfirðings. Einnig var öllum öðrum félögum einnig boðið að vera með og njóta veitinga fram eftir kvöldi. Á kappreiðamótinu var keppt í greinum sem ekki hafa verið mikið brúkaðar síðustu ár/áratugi. Úr varð hin skemmtilegasta samvera og upplifun og vill stjórn Skagfirðings þakka félögum fyrir þeirra framlag.
Meira

Uppskeruhátíð fyrir sjálfboðaliða í kvöld

Stjórn hestamannafélagsins Skagfirðings býður öllum sjálfboðaliðum sem störfuðu á úrtökumótinu á Hólum 11.-12. júní sl. og þeim sem störfuðu í sjálfboðastarfi fyrir Landsmót á Hólum á uppskeruhátíð í kvöld, föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 18 í Tjarnarbæ.
Meira

Sonja og Kvaran efst í fjórgangi

Opna íþróttamót Þyts 2016 fór fram á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, félagssvæði Þyts, 19. og 20. ágúst sl.. Þátttaka var ágæt og þetta er síðasta mót sumarsins, að sögn Kolbrúnar Stellu Indriðadóttur, formanns Þyts.
Meira

Áskorendamótið á Dæli

Áskorendamótið á Dæli í Víðidal verður haldið föstudaginn 26. ágúst næstkomandi. Mótið hefst klukkan 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður mótið með sama hætti og í fyrra, keppt verður í fimmgangi, fjórgangi, tölti og tölti T2.
Meira

Kappreiðarmót Skagfirðings á föstudaginn

Kappreiðarmót Skagfirðings verður haldið á Sauðárkróki, við Reiðhöllina Svaðastaði, næstkomandi föstudag, 26. ágúst.
Meira

Aðalfundur Flugu

Áður auglýstur aðalfundur Flugu ehf. verður haldinn í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Áhugasamir um málefni Reiðhallarinnar hvattir til að mæta.
Meira

Karítas knapi mótsins

Sameiginlegt Gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista var haldið á Blönduósi á laugardaginn sl. Karítas Aradóttir, keppandi í unglingaflokki, var valin knapi mótsins og Abel frá Sveinsstöðum hestur mótsins.
Meira

Úrslit félagsmóts Skagfirðings

Fyrsta félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina í tengslum við Sveitasælu á Sauðárkróki og var hörkukeppni í öllum flokkum og greinum.
Meira

Fyrsta félagsmót Skagfirðings á Sauðárkróki

Um þessa helgi, 12-13. ágúst, verður haldið félagsmót Skagfirðings, samhliða landbúnaðarsýningu og bændahátíðinni Sveitasælu. Er þetta fyrsta félagsmót Skagfirðings og fer fram á Sauðárkróki.
Meira

Gæðingamót og opið hús í Húnaveri

Þann 20. ágúst næstkomandi verður haldið gæðingamót með frjálslegum hætti á félagssvæði Óðins í Húnaveri.
Meira