Hestar

Hafsteinsstaðir sigruðu símakosningu ræktunarbúa á Landsmóti hestamanna

Á nýliðnu Landsmóti hestamanna á Hólum var haldin sýning ræktunarbúa en alls tóku tíu bú þátt. Áhorfendur völdu sitt uppáhaldsbú í símakosningu eftir sýningu og urðu Hafsteinsstaðir fyrir valinu þetta árið.
Meira

156 björgunarsveitarmenn við gæslu á Landsmóti hestamanna

Það var í nógu að snúast hjá Björgunarsveitum úr Húnavatnssýslum, Skagafirði, Ólafsfirði og Eyjafirði á meðan á Landsmóti hestamanna stóð á Hólum í Hjaltadal um síðastliðna helgi. Samkvæmt vef Landsbjargar störfuðu sveitirnar við gæslu á Landsmótinu, sáu um öryggis- og sjúkragæslu og eftirliti við hlið inn á mótssvæði.
Meira

Rúmar sjö milljónir í styrk til góðra málefna

Hinn árlegi styrkur Hrossaræktar ehf. til góðgerðarmála var afhentur formlega á landsmóti hestamanna á Hólum sl. laugardag. Söfnunin hófst að venju á Stóðhestaveislunni í apríl sl. þar sem miðasala í árlegu stóðhestahappdrætti fór af stað. Þar barst að auki góður liðsstyrkur frá velgjörðarsjóðnum Aurora sem lagði til rausnarlegt framlag í minningu Einars Öders Magnússonar hestamanns.
Meira

Svipmyndir frá lokadegi Landsmót hestamanna á Hólum

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er lokið og hversdagslífið tekið við hjá hestamönnum. Veðrið var með besta móti fyrir hestana þó gestir á mótinu hafi á tímum þurft að setja upp húfur.
Meira

Beit á svæðinu bönnuð

Lesandi hafði samband við Feyki fyrir nokkru og lýsti óánægju sinni með að hestar væru á beit í Víðishólma við Reiðhöllina Svaðastaði. Um er að ræða nyrðri hólmann í Hólmatjörn, en þar er að finna fallegt minnismerki og trjágróður. Brú liggur út í hólmann en líklegt er á hestar hafi komist þangað vegna þess að óvenju lítið vatn var orðið í tjörninni sem umlykur hólmann.
Meira

Grænumýrarsystur sungu sig í hjörtu landsmótsgesta

Systurnar frá Grænumýri í Blönduhlíð, Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur, 9 og 6 ára, bræddu hjörtu landsmótsgesta á Hólum í Hjaltadal. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þær koma fram á hátíðinni en þær unnu Söngkeppni barnanna með laginu „Líttu sérhvert sólarlag“ fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Víkingaklappið tekið á Landsmóti hestamanna - Áfram Ísland!

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er að renna sitt skeið. Hér er kveðja frá landsmótinu til íslenska landsliðsins. Það er Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona sem á heiðurinn af myndbandinu.
Meira

Eyrún Ýr fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við landsmótsgesti í gær en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing.
Meira

Nagli og Sigurbjörn upp í A-úrslit

Nagli frá Flagbjarnarholti, setinn af Sigurbirni Bárðarsyni, sigraði í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á LM2016 á Hólum. Hann hlaut einkunnina 8,77 og tekur því þátt í A-úrslitum á morgun.
Meira

Árni og Stormur sigra í tölti annað árið í röð

Árni Björn á Stormi frá Herríðarhóli sigrarði Landsmótstöltið á LM2016 á Hólum í kvöld. Sigur þeirra var nokkuð öruggur og hlutu þeir 9,22 í aðaleinkunn. Annar varð Jakob Svavar á Gloríu með 8,89 og þriðji Bergur á Kötlu með 8,78.
Meira