Sóldísir æfa fyrir konudaginn

Sóldísir með tónleika á konudaginn 

Nú fer mildum þorra að ljúka og góan tekur við en fyrsti dagur þess mánaðar er hinn ljúfi konudagur sem er nk. sunnudag. Þann dag hafa konurnar í kvennakórnum Sóldís í Skagafirði tileinkað söng og munu þess vegna halda konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Feykir leit við á æfingu og forvitnaðist um tónleikana og kórinn.