Fljótlega kom þó í ljós að ekki var um bankarán að ræða.

 
Hver er maðurinn? Hinrik Heiðar Gunnarsson
Hverra manna ertu ? Borinn og barnfæddur Króksari, sonur Gunna í bankanum og Kristínar, aðstoðarkonu Munda, tannlæknis.  Á ættir að rekja til Lýtingsstaðahrepps, eitthvað sem ég hef alltaf verið mjög stoltur af.
Árgangur? 1974, mjög öflugur árgangur og marga snillinga þar að finna.
Hvar elur þú manninn í dag?  Starfa í Reykjavík (og fjarvinnu) með búsetu í Danmörku, stórkaupmannahafnarsvæði.
Fjölskylduhagir? Giftur Láru Björk Einarsdóttur, tannlækni.
Afkomendur? 2 stúlkur, Birta 8 ára og Sóley 3 ára.
Helstu áhugamál? Fjölskyldan, fréttir, samfélagsmál og ýmis útivist  s.s. skíði, hjólreiðar og fjallgöngur (bý reyndar við eitt hæsta fjall DK u.þ.b. 90 metra hátt, sem ég hef oft klifið).  Eyði síðan töluverðum tíma í að fylgjast með og spila körfubolta.
Við hvað starfar þú? Ég er endurskoðandi hjá KPMG.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er …………………Skagafjörður.
Það er gaman…………………….að hlusta á og/eða lesa þvæluna í Steina Gunn.
Ég man þá daga er……………………Don Kano gallarnir voru INN.
Ein gömul og góð sönn saga………………Fyrir nokkrum árum síðan var góður vinur minn , Ingi Þór Rúnarsson, nýhafinn störf hjá útibúi Glitns við Lækjargötu í Rvk.  Einn daginn sat Ingi við skrifborð sitt og ræddi í síma við félaga sinn (Króksara).  Þegar líður á samtalið, sér og heyrir Ingi að fjöldi lögreglubíla kemur á fullu farti og staðnæmast fyrir utan bankann.  Inn í bankann stekkur hópur vígbúinna lögreglumanna sem gera sig tilbúna í átök.  Okkar maður lét sér ekki bregða við þetta og segir pollrólegur í símann: Nei nei, þarna er Stebbi Vagn og nikkar í leiðinni til Stebba sem var í fremstu víglínu.  Fljótlega kom þó í ljós að ekki var um bankarán að ræða.  Hins vegar hafði minn maður, Ingi Þór (starfsmaður mánaðarins) ýtt á neyðarhnapp (bankarán!!) undir borði sínu.  Ingi hafði séð takkann, mundi ekki alveg vegna hvers hann var og langaði að prófa!! 

 

Spurt frá síðasta viðmælanda………………..  Ertu ekki búinn að fyrirgefa mér þetta með eggin ?
Svar…………Nei, Steini minn.  Hins vegar hef ég alltaf litið á málið þannig að viðskiptasamband hafi verið  komið á með sameiginlegum skilningi okkar.  Þér ljáðist hins vegar að afhenda/framkvæma þinn hluta samningsins.  Skuldin er því eftir sem áður þín.  Uppreiknuð fjárhæð með vöxtum og dráttarvöxtum, nemur  í dag sléttum 200 þús. kr. og greiðist vinsamlega inná eftirfarandi bankareikning: 310-26-440, hið snarasta.

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
Nafn………….Ingi Þór Rúnarsson
 
Spurningin er………………Voru þetta samantekin ráð hjá þér og Stebba?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir