Ný lausn sem enginn knattspyrnuþjálfari í heiminum hafði komið auga á

Hver er maðurinn? Eyjólfur Gjafar Sverrisson

Hverra manna ertu ? Foreldrar eru Sverrir Björnsson og Guðný Eyjólfsdóttir

Árgangur? 1968

Hvar elur þú manninn í dag ? Er búsettur í Kópavogi.

Fjölskylduhagir? Eiginkona Anna Pála Gísladóttir og þrír synir,

Afkomendur? Hólmar Örn f.´90, Trausti Már f.´99 og Sverrir Rafn f.´08

Helstu áhugamál? Hestar, veiði og golf.

Við hvað starfar þú? Er í MBA námi í HR.

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....best................

Það er gaman.....að koma í Skagafjörðinn....................

Ég man þá daga er....krökt var af krökkum úti á róló í fótbolta og ýmsum leikjum. Maður drakk litla kók með lakkrísröri....................

Ein gömul og góð sönn saga....Eitt sinn vorum við að keppa með 2. flokki á Eyrarbakka. Guðbrandur Guðbrandsson var þjálfari okkar. Hann var oft úrræðagóður en í þetta skiptið kom hann með nýja lausn sem enginn knattspyrnuþjálfari í heiminum hafði komið auga á. Við vorum að sækja og sækja en náðum einhvern veginn ekki að koma boltanum yfir línuna það var alltaf einhver fyrir. Guðbrandur tók þá á það ráð að kalla á skiptingu eftir aðeins 20 mínútur. Hann kallar einn leikmann af velli svo er löng bið loksins hleypur dómarinn að Guðbrandi og segir: „og hver kemur inn á“ ? Guðbrandur segir þá: „nú auðvitað ENGINN“ Dómarinn verður eitt spurningarmerki í framan þá segir Gubbi: „við erum að skapa meira svæði og áfram með leikinn!“ Við spiluðum 10 á móti 11 og unnum leikinn 6-1.  ..............

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Hvað þarf til að þú spilir körfubolta með KR-bumban, eitt tímabil?

Svar......bumbu og aðra eiginkonu (sem myndi samþykkja það)......

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn....Björn Jóhann Björnsson.........     
Spurningin er.................. Rifjaðu nú upp með mér… af hverju varstu aftur kallaður Bubbi kóngur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir