Alveg snarvitlaust veður

Mikið var talað um það fyrir helgina að vitlaust veður væri í kortum Veðurstofunnar, dýpsta lægð sem sögur fara af á þessum árstíma stefndi beint á landið og mátti skilja að vindur og regn yrði í fellibyljaformi. Fólki ráðlagt að halda sig heima eða fjúka ella. Þeir sem skoðuðu betur kort þeirra á Veðurstofunni sáu að sannarlega var spáð vondu veðri fyrir sunnan en ekki annað að sjá en skaplegt veður yrði norðan heiða. – Og það stóð heima. Veðrið norðan heiða reyndar talsvert betra en ráð var fyrir gert, nánast besta veður ársins ef út í það er farið. – Það var hins vegar verra að þetta tal um vitlaust veður varð til þess að færri sóttu heim Húnavöku og Íslandsmót í hestaíþróttum en efni stóðu til og örugglega margir sem hafa hugsað sem svo að það virðist lenska að ef reiknað er með vondu veðri á höfuðborgarsvæðinu þá sé brjálað veður um allt land og ekki hundi út sigandi. – Herra Hundfúll er svo aftur á móti með það á hreinu að það var spáð snarvitlausu veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir