3. flokkur kvenna með silfur í bikarnum

Stelpurnar í 3.flokki kvenna hjá Tindastól lauk í dag, sunnudaginn 13. september, nokkuð góðu keppnistímabili en lokaleikur tímabilsins var bikarúrslitaleikur gegn KA á Akureyrarvelli. KA stúlkur sigruðu eftir mikinn baráttuleik og var eina mark leiksins var skorað úr víti í upphafi seinni hálfleiks.
Áður höfðu Stólastelpur sigrað sinn riðil og komist í undanúrslit en duttu út úr þeirri keppni eftir harða baráttu við Stjörnustúlkur.
/fréttatilkynning