Bikar-Stóllinn kominn út

Koma svo Stólar!
Koma svo Stólar!

Í tilefni af leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum Geysis-bikarsins hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefið út Bikar-Stólinn þar sem stuðningsmenn geta kynnt sér leikmenn liðsins, lesið viðtöl og umfjallanir. Aðeins verður hægt að nálgast blaðið á stafrænu formi og mun það því liggja í netheimum öllum til gagns og gamans.

Í blaðinu er að finna viðtöl við Jaka Brodnik og Kristinn Geir Friðriksson auk þess sem farið er yfir málin með Baldri Þór þjálfara svo eitthvað sé nefnt. Það voru þeir Hugi Halldórsson og Valgarður Ragnarsson sem höfðu umsjón með útgáfunni í samstarfi við Bjössa á Borg og starfsfólk á Nýprenti sem sá m.a. um uppsetningu bæklingsins.

Þú getur kíkt á bæklinginn með því að smella hér!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir