Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði

Frá fundi um Covid-19 veiruna í gær. Mynd:isi.is.
Frá fundi um Covid-19 veiruna í gær. Mynd:isi.is.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.

Á heimasíðu ÍSÍ kemur fram að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, hafi farið yfir viðbrögð yfirvalda vegna COVID-19 og greint frá því að öll viðbrögð yfirvalda miðuðu að því að raska sem minnst allri starfsemi í landinu, eftir því sem kostur væri.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór yfir smitvarnir og leiðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar og sagði m.a. að þó að búið væri að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi hafi ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir