Fannar Freyr og Ívar leika með Tindastól í sumar
Tveir leikmenn hafa gengið í raðir knattspyrnuliðs Tindastóls en þeir eru Ívar Guðlaugur Ívarsson og Fannar Freyr Gíslason. Fannar snýr aftur til Tindastóls eftir smá hlé en á því tímabili lék hann meðal annars með liði KA.
Ívar er fæddur 1991 og hefur undanfarin ár leikið með KA og Magna. Ívar á að baki 35 leiki með meistaraflokki og er boðinn velkominn, samkvæmt frétt á heimasíðu Tindastóls.
Fannar Freyr er frá Sauðárkróki, fæddur árið 1991 og er sonur Lýdíu Ósk Jónasdóttur og Gísla Sigurðssonar. Hann hefur leikið 82 leiki með meistaraflokki. „Vonum við svo sannarlega að hann verði okkur drjúgur í sumar,“ segir á vef Tindastóls.