Glæstur sigur á Manchester í spennuleik í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
12.11.2025
kl. 10.08
Basile og Taiwo sáttir í leiknum í gær en þeir voru báðir frábærir. Á neðri myndinni er Basile með viðurkenningu en hann var valinn MVP hjá liði Tindastóls. MYNDIR: SIGURÐUR INGI
Annar heimaleikur Tindastóls í ENBL Evrópukeppninni var spilaður í Síkinu í gærkvöldi fyrir framan um 600 áhorfendur. Frábær stemning var í Síkinu og buðu Stólarnir og gestir þeirra frá Manchester á Englandi upp á frábæra skemmtun, spennandi körfuboltaleik, dramatískar lokasekúndur og þá var auðvitað frábært að sigurinn lenti okkar megin. Lokatölur 100-96.
