Hjólað, skokkað, gengið í aldarfjórðung

Skokkarar árið 2013. Mynd: KSE.
Skokkarar árið 2013. Mynd: KSE.

Skokkhópur Árna Stef á Sauðárkróki hefur verið iðinn við að hreyfa sig í gegnum tíðina en nú sl. þriðjudag hófst starfsemin 25 árið. Ekki er einungis um skokk að ræða heldur almenna hreyfingu eins og ganga, hjólreiðar og fjallaferðir. Fjör, púl og teygjur, segir í tilkynningu en einnig er lagt upp úr fjölskyldusamveru.

Árni segir starfsemina verða með hefðbundnu sniði. hlaup fjórum sinnum í viku; mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 17 – 18 og laugardaga klukkan 9 um morguninn.

Aðspurður um hvort þetta sé fyrir lengra komna segir Árni svo ekki vera. „Þetta er ekki bara skokk, ég t.d. kem til með að labba og vona að sem flestir vilji rölta með mér. Þetta er fyrir alla enda förum við varlega af stað með byrjendur.“

Árni segir að ef einhver vilji prófa er hann velkominn en annars kostar fyrir sumarið 16.000,- kr. en gefinn er fjölskylduafsláttur fyrir annan fjölskyldumeðlim og frítt fyrir þann þriðja.

Farið er af stað frá sundlauginni og ef einhver er í vafa er um að gera að hafa samband við Árna í síma 864 3959 sem gefur allar upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir