Körfuhittingur á Mælifelli í kvöld
Meistaraflokkur Tindastóls etur kappi við Hamrana í Hveragerði í kvöld í 1.deildinni í körfubolta og af því tilefni ætla stuðningsmenn norðan heiða að hittast á Mælifelli og fylgjast með viðureigninni. Eins og áður hefur komið fram hefur íþróttafélag Hamars fest kaup á búnaði til útsendinga á kappleikjum en hægt er að nálgast útsendinguna HÉR.
Að sögn Ólafs Björns Stefánssonar stjórnarmanns í körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur mæting verið góð hingað til en alltaf sé pláss fyrir fleiri.
-Ekki skemmir fyrir að boðið er upp á pizzatilboð, fimmtánhundruð kall og þú getur étið eins og enginn sé morgundagurinn, segir Ólafur sem hvetur alla til að láta sjá sig og taka þátt í góðri stemningu.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr síðasta leik Tindastóls gegn Fjölni.
.