Molduxamótið 2014
Hið árlega vormót Molduxa fyrir 40 ára og eldri verður haldið laugardaginn 5. apríl nk. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, eða Síkinu eins og það kallast í daglegu tali. Á heimasíðu Molduxa segir að þar munu koma saman samkvæmt hundgamalli venju allir helstu núlifandi körfuboltasnillingar landsins, 40 ára og eldri og spila körfubolta á heimsmælikvarða og skemmta sér saman eins og enginn sé morgundagurinn.
„Takið þessa helgi frá og mætum með góða skapið og keppnisandann í lagi,“ segir í fréttatilkynningu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Molduxana.