Rúnar Már meistari meistaranna í Kasakstan

Rúnar Már með verðlaunapeninginn og bikarinn að leik loknum. MYND AF FB
Rúnar Már með verðlaunapeninginn og bikarinn að leik loknum. MYND AF FB

Króksarinn og landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er aftur kominn á ferðina með liði Astana eftir ævintýri í Evrópu-deildinni fyrir síðustu áramót. Um síðustu helgi mættust lið Astana, sem varð landsmestiari á síðasta tímabili, og Kaisar Kyzylorda, sem varð bikarmeistari, í leik meistara meistaranna sem er upphafsleikur nýs knattspyrnutímabils í Kasakstan.

Lið Rúnars hafði betur, 1-0, og varð því meistari meistaranna, en að sjálfsögðu lagði Rúnar Már upp sigurmarkið. Kappinn sendi boltann úr aukaspyrnu beint á ennið á Sotiriou sem lúrði við fjærstöngina og skallaði óáreittur í mark KK á 40. mínútu leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir