Siggi, Jónsi og Guðni klára tímabilið með mfl. karla
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls ákvað í gær að segja upp samningi Bjarka Más Árnasonar sem þjálfað hefur meistaraflokk karla á þessu tímabili. Komu fréttirnar á óvart eftir ágætan leik og sigur Stólanna á móti Fjarðabyggð á heimavelli. Stjórn knattspyrnudeildar sendi út fréttatilkynningu í dag þar sem Bjarka er þakkað framlag hans til félagsins.
„Stjórnin vill koma á framfæri þökkum til Bjarka fyrir starf hans fyrir félagið innan vallar og utan. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Tindastóls í sögunni og spilaði sinn 200 leik fyrir félagið í sumar. Í honum fer drengur góður og óskum við honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Sigurður Halldórsson mun stýra liðinu út tímabilið, ásamt Jóni Stefáni Jónssyni og Guðna Þór Einarssyni.
F.H. stjórnar, Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls.“