Simmons og Tindastóll skilja að skiptum

Simmons í leik gegn Njarðvík. MYND: HJALTI ÁRNA
Simmons í leik gegn Njarðvík. MYND: HJALTI ÁRNA

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöldið þar sem greint er frá því að Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Gerel Simmons hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann yfirgefi herbúðir Stólanna og leiti á önnur mið.

Yfirlýsinguna má lesa hér: Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Gerel Simmons hafa ákveðið að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Tindastól. Er þetta gert í mikilli vinsemd og virðingu við Simmons. Gerel Simmons hefur skilað flottu hlutverki fyrir Tindastól og meiri atvinnumaður í greininni er vandfundinn. Stjórn kkd. Tindastóls þakkar Gerel Simmons kærlega fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum hver svo sem þau verða.

Simmons skilaði 17,3 stigum að meðaltali í þeim 18 leikjum sem hann spilaði með Stólunum í Dominos-deildinni. Hann skilaði nokkuð misjöfnum leikjum fyrir lið Tindastóls, stundum var hann lítið áberandi í leik liðsins en svo átti hann líka alveg frábæra leiki þar sem unun var að fylgjast með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir